Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Þessar voru mest lesnar á árinu 2020 – Harmleikir, gámaslys, dóttir morðingja og Tobba vs. Bo

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf óskar öllum gleðilegrar hátíðar. Ritstjórn Mannlífs þakkar lesendum sínum góða samleið og stóraukinn lestur á árinu.

Fjölmargar fréttir Mannlífs vöktu mikla athygli og var miðillinn leiðandi í stórum fréttamálum á árinu. Það eru síðan lesendur sem segja hug sinn og þessar fréttir eru þær sem fengu mestan lestur á árinu sem er að líða:

  1. Litli drengurinn jarðsunginn á föstudag. 72.000 lesendur. Facebook: Náði til 158.429 lesenda, 89.200 viðbrögð, 3.900 læk, 481 ummæli, 40 deilingar.

Mannlíf greindi frá útför ungs drengs sem fannst látinn í heimahúsi í Garðabæ í september síðastliðinum. Maximilian Helgi Ívarsson var aðeins ellefu ára gamall þegar hann lést með sviplegum hætti.

Samfélagið var í sárum vegna andláts Maximillian og var málið mjög umtalað á meðal barna í Garðabæ. Ekkert hefur verið gefið upp um málið annað en að ekki sé grunur uppi um neitt saknæmt.

2. Tomas lést í gámaslysinu í Kópavogi: Lætur eftir sig 4 ára dóttur. 67.200 lesendur. Facebook: Náði til 151.339 lesenda, 70.717 viðbrögð, 1.500 læk, 90 ummæli, 5 deilingar.

- Auglýsing -

Tomas Mančiauskas, tæplega þrítugur Lithái, fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í Kópavogi í október. Hann lét eftir sig fjögurra ára gamla dóttur sem býr í Litháen.

Tomas er talinn hafa verið að teygja sig ofan í gáminn og fest hönd sína þar. Lögregla segir ekki neitt annað að sjá en að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Gámurinn er staðsettur vesturbænum í Kópavogi, nærri Salnum.

Blessuð sé minning Tomasar.

Félag Litháa á Íslandi harmar atburðinn og sendi fjölskyldu og vinum innilegustu samúðarkveðjur. „Okkur fannst mjög sorglegt að heyra af þessu og það er erfitt að hugsa til þess að hann eigi þessa litlu stúlku í heimalandinu. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur,“ sagði Jurgita, stjórnarmaður í Félagi Litháa á Íslandi.

- Auglýsing -

3. Harmleikur í Garðabæ: Ellefu ára drengur fannst látinn. 58.100 lesendur. Facebook: Náði til 138.365 lesenda, 75.268 viðbrögð, 1.900 læk, 179 ummæli, 29 deilingar.

Ellefu ára gamall drengur fannst látinn í heimahúsi í Garðabæ. Drengurinn var í Sjálandsskóla og fannst hann látinn heima hjá sér. Ljóst var að slys hafði orðið. Samfélagið var í sárum vegna málsins.

Maximilian Helgi Ívarsson var aðeins ellefu ára gamall þegar hann lést með sviplegum hætti.

4. Guðrúnar yfirlæknis á sóttvarnarsviði minnst: „Hún nestaði alla vel upp til framtíðar“. 54.400 lesendur. Facebook: Náði til 148.587 lesenda, 60.078 viðbrögð, 2.000 læk, 109 ummæli, 25 deilingar.

Guðrún lést langt fyrir aldur fram.

Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði landlæknis, lést langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún skildi eftir sig eiginmann og börn.

Guðrún var meðal fremstu lækna á Íslandi á sviði sóttvarna ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Haraldi Bríem, fyrrverandi sóttvarnarlækni. Hún hafði starfað sem yfirlæknir á sóttvarnarsviði svo áratugum skiptir þrátt fyrir ungan aldur. Um tíma var hún settur sóttvarnarlæknir. Þrátt fyrir veikindi þá hélt Guðrún áfram störfum og var hún til að mynda skipuð fyrsti varamaður í samstarfsnefnd um sóttvarnir í sumar.

5. Dóttir týnda leigubílstjórans úr Breiðholti: „Pabbi var einfari“. 54.300 lesendur. Facebook: Náði til 121.412 lesenda, 52.032 viðbrögð, 482 læk, 38 ummæli, 12 deilingar.

„Við vorum náin en ég var sú eina sem hann hélt sambandi við. Hann vildi ekki vera í sambandi við neina aðra,“ sagði Álfheiður Arnardóttir, dóttir Arnar Ingólfssonar sem fannst látinn í Breiðholti, um föður sinn í samtali við Mannlíf.

Lík Arnar heitins fannst í rjóðri fyrir neðan Erluhóla og hafði þá verið þar í nokkurn tíma. Ekki er fyllilega ljóst hvenær hann lést en ljóst er að það voru nokkrir mánuðir síðan. Enginn hafði tilkynnt um hvarf hans og virtist enginn vita að hann væri týndur. Það tók lögregluna því langan tíma að bera kennsl á Örn sem var 83 ára þegar hann lést.

Örn Ingólfsson heitinn.

Örn var mikill einfari að sögn Álfheiðar en hann starfaði lengi sem leigubílstjóri í Reykjavík. Hann skilur eftir sig eina dóttur og níu barnabörn en önnur dóttir hans lést arið 2000. Hvergi leið Erni þó betur heldur en úti í sveit segir Álfheiður sem bjó lengi með föður sínum í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún kallaði hann gjarnan Adda.

6. Harmleikur í skjóli barnaverndar – Andlát ungbarns til rannsóknar. 49.400 lesendur.

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát ungabarns sem lést á vistheimili barna á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Andlátið átti sér stað á haustmánuðum og lögreglan verst allra frétta af rannsókninni að öðru leyti en því að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki liggur því fyrir á þessari stundu hvernig andlát barnsins bar að og er beðið eftir niðurstöðu krufningar erlendiis frá.

Dauðsfallið varð á vistheimili barna á vegum Barnavendar Reykjavíkur, úrræði sem kallast Mánaberg, þar sem fram fer meðferð í foreldrafærni. Eftir því sem Mannlíf kemst næst átti harmleikurinn sér stað í þartilgerðri gæsluíbúð. Íbúðin er sérstakt úrræði þar sem foreldrar barna eru undir sérstöku eftiriliti með það að markmiði að leiðbeina þeim hvernig bera eigi virðingu fyrir börnum sínum.

7. Helgi var aeðins 14 ára: „Ég vissi ekki að foreldrar gætu elska börnin sín jafnheitt“. 47.000 lesendur. Facebook: Náði til 136.845 lesenda, 52.286 viðbrögð, 1.300 læk, 120 ummæli, 10 deilingar.

Helgi Jóhannesson var nýlega orðinn 14 ára þegar hann lést af völdum vöðvarýrnunarsjúkdómsins Duchenne. Margir minntust hans í minningargreiðum Morgunblaðsins, þar á meðal móðir hans, fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, og stjúpfaðir hans, Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Sorg fjölskyldunnar er mikil. Helgi var listfengur og hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu. Hann var náinn fjölskyldu sinni og hans bestu stundir voru í faðmi hennar. Marta María segir að eftir erfiða fæðingu hafi verið ólýsanlegt að fá hann í fangið. „Það að fá þig í fangið var engu líkt. Ég upplifði mikinn vanmátt því ég vissi ekki að foreldrar gætu elskað börnin sín jafnheitt og ég elskaði þig. Frá fyrstu mínútu ákvað ég að gefa þér allt sem ég átti til þess að þú myndir feta lífsins veg glaður,“ skrifar hún.

Áfallið kom þegar Helgi var fimm ára. „Þegar þú varst fimm ára greindist þú með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Það var mikið áfall fyrir okkur foreldrana þína og alla sem þótti vænt um þig. Við ákváðum að setja fókusinn á að þú myndir lifa venjulegu lífi. Duchenne var þarna með okkur og við vissum alltaf af honum, en ákváðum að láta lífið ekki snúast um hann. Lífið snerist um þig, elsku Helgi okkar,“ lýsir Marta.

8. „Pabbi minn drap mann“. 44.700 lesendur. Facebook: Náði til 132.584 lesenda, 55.186 viðbrögð, 289 læk, 10 ummæli, 17 deilingar.

Erla steig fram í einlægu helgarviðtal Mannlífs.

Erla Rós Bjarkadóttir var aðeins níu ára þegar pabbi hennar gerðist sekur um manndráp. Í helgarviðtali Mannlífs opnaði hún sig um uppvöxtinn í skugga morðsins.

„Barinn með búsáhaldi“ og „Eins og að ganga inn í sláturhús“ eru meðal fyrirsagna sem birtust í fjölmiðlum daginn eftir að Bjarki Freyr Sigurgeirsson varð Braga Friðþjófssyni að bana við Dalshraun í Hafnarfirði þann 17. ágúst 2009.

9. Svandís stígur til hliðar vegna veikinda í fjölskyldunni. 43.100 lesendur. Facebook: Náði til 133.652 lesenda, 55.478 viðbrögð, 2.100 læk, 230 ummæli, 5 deilingar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherrra steig tímabundið til hliðar úr stóli heilbrigðisráðherra. Ástæðan fyrir því er alvarleg veikindi í fjölskyldu hennar. Svandís steig tímabundið til hliðar, eða fram til 15. október.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Dóttir hennar, Una Torfadóttir, greindist í sumar með heilaæxli sem reyndist vera krabbamein. Una ekki sú eina sem er alvarlega veik í fjölskyldu Svandísar.

10. Tobba reið út í Björgvin og sakar um karlrembu: „Ég bara fann ekki e-mailið hennar“. 41.400 lesendur. Facebook: Náði til 126.687 lesenda, 48.291 viðbrögð, 200 læk, 35 ummæli, 13 deilingar.

Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, ritstjóri DV, sakaði Björgvin Halldórsson söngvara um karlrembu þegar hann hringdi í eiginmann hennar til að kvarta yfir frétt DV. Það fannst henni bæði ömurlegt og niðurlægjandi.

Tobba sakaði Björgvin um karlrembu.

Tobba tók það fram að hún taldi það ekki sprottið af slæmum ásetningi eða dónskap hjá Björvini að hringja í eiginmann hennar til að kvarta undan hennar störfum. Sjálfur vildi sögnvarinn ekki gera mikið úr málinu þega Mannlíf ræddi við hann. „Ég tala bara við hana sjálfur en ég bara fann ekki e-mailið hennar. Ég á eftir að hreinsa þetta mál,“ segir Björgvin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -