• Orðrómur

„Þessi vesalingur sem drap litla bróður minn grét sig úr haldi á nokkrum dögum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það er með ólíkindum að hér geti ruslaralýður sest að, selt fíkniefni og stundað smáa sem stóra glæpi án þess að þurfa hið minnsta að hafa áhyggjur af lögreglunni. Þessi vesalingur sem drap litla bróður minn grét sig úr haldi á nokkrum dögum og er búinn að vera að dilla sér hlæjandi síðan á börum, út á götu og í World Class. En eins og við trúum að Danni sé á góðum stað og vaki yfir okkur þá trúum við því einnig  að þessi aumingi fái makleg málagjöld.“

Þetta skrifar Sverrir Einar Eiríksson, bróðir Daníels Eiríkssonar, sem lést í byrjun mánaðar eftir að rúmenskur maður keyrði á hann og skildi eftir í blóði sínu. Málið er rannsakað sem morð en sá rúmenski segir það slys. Haft var eftir lögmanni hans á RÚV að hann væri miður sín. Sverrir segir manninn,  Razvan Nikolas, ekki sýna sérstaka iðrun ef marka má samfélagsmiðla hans.

Nikolas var ekki lengi í gæsluvarðhaldi. Hann sat einungis í gæsluvarðhaldi frá 4. til 9. apríl.  Ekki voru liðnar tvær vikur frá andláti Daníels þegar hann deilir á Facebook mynd af sér skælbrosandi með drykk í hönd. Þá mynd má sjá hér fyrir ofan.

- Auglýsing -

Sverrir segir í samtali við Mannlíf að fyrst um sinn hafa verið á báðum áttum hvort þetta gæti hafa verið slys. En eftir að hann hafði fregnir af skilaboðum þeirra á milli þá sé hann nú sannfærður um að þetta hafi verið kaldrifjað morð, þó það hafi ef til vill ekki verið skipulagt. Vinur Daníels fullyrðir að Nikolas hafi hótað Daníel ótal sinnum undanfarið ár. Þeir hafi svo hittst með þessum skelfulegu afleiðingum.

Sá vinur segir: „Svo hittast þeir fyrir tilviljun og hann drepur hann, með bílnum sínum. Stingur af til að reyna að komast upp með það. Síðan gengur það ekki og þá er það plan b. Hann grenjar og grenjar og lögreglan kaupir það og sleppur morðingja aftur út í samfélagið. Hvaða froðuhausar komu að þessari rannsókn? Þetta er morðingi, virkilegt illmenni, sem á ekki að ganga laus. Ef lögreglan vinnur ekki sína vinnu þá verður það gert fyrir hana! Annað eins óréttlæti og heimsku hef ég aldrei orðið vitni af.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -