Mánudagur 26. september, 2022
2.8 C
Reykjavik

Þessir ráðamenn brutu sóttvarnarlög og sögðu af sér: Sjáðu listann

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, en hann telur enga ástæðu til að víkja af ráðherrastóli. Er Bjarni sakaður um brot á sóttvarnarlögum eftir að hafa verið gestur í fjölmennri veislu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld. Bjarni nýtur stuðnings Sigurður Inga, formanns Framsóknarflokksins og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en hún hefur sagt hegðun fjármálaráðherra „afsakanlega.“ En stór hluti þjóðarinnar er á öðru máli, sé tekið mið af umræðu á samfélagsmiðlum. Þá hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt Bjarna hart. Einn af þeim er þingmaður Pírata, Smári McCarthy. Smári birtir nokkuð athyglisverðan lista:

„Dara Calleary, landbúnaðarráðherra Írlands.

Jerry Buttimer, öldungadeildarþingmaður á Írlandi.

Phil Hogan, viðskiptaráðherra Evrópu.

David Clark, heilbrigðisráðherra Nýja Sjálands.

Neil Ferguson, ráðgjafi Bresku ríkisstjórnarinnar.

- Auglýsing -

Catherine Calderwood, yfirlæknir Skotlands.

Jozsef Szajer, Evrópuþingmaður.

Roman Prymula, heilbrigðisráðherra Tékklands.

- Auglýsing -

Carlos Kingsley Ahenkorah, aðstoðarviðskipta- og iðnaðarráðherra Ghana.“

Hvað á þetta fólk svo sameiginlegt. Jú, þarna er um að ræða nokkur dæmi um háttsett fólk í stjórnmálum sem hefur sagt af sér embætti eða verið vikið úr starfi eftir að hafa brotið með alvarlegum hætti gegn sóttvarnarlögum. Smári McCarthy segir:

„Í mörgum löndum tíðkast það ─ eða í það minnsta þekkist það ─ að stjórnmálamenn séu látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -