Sunnudagur 25. september, 2022
11.8 C
Reykjavik

Þessu ætlaði Guðmundur Felix ekki að trúa – MYNDBAND – Dansandi glaður í bataferlinu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðmundur Felix Grétarsson tók létt dansspor í gær til að fagna því að hafa loksins fengið að fara úr sjúkrarúminu sínu. Þar hafði hann legið í tæpar tvær vikur eftir handleggjaágræðsluna.

Ofan á það að vera dansandi kátur með árangurinn fram til þessa kom það Guðmundi líka skemmtilega á óvart að hinum nýju handleggjum fylgdi óvæntur glaðningur. Nefnilega sæmilegir upphandleggsvöðvar.

Guðmundur birti þessa mynd af sér í morgun. Þar má sjá upphandleggsvöðvana sem hann hlaut að gjöf.

Dansmyndband Guðmundar má sjá hér neðar en á því er má augljóslega sjá hversu feginn hann er að vera nú kominn á fætur og hafa fengið loks að fara fram úr rúminu. Það var gert með dyggri aðstoð heilbrigðisstarfsfólks og má sjá að hinir nýju hendleggir eru það kyrfilega reyrðir við líkama hans.

Guðmundur Felix losnaði af gjörgæslu fyrir helgi þar sem hann hafði verið undir ströngu eftirliti eftir einstaka skurðaðgerð, þá fyrstu sinnar tegundar í veröldinni. Hann, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. Læknar hafa lýst því yfir að batahorfur Guðmundar líti vel út þar sem blóðflæði er út í allar fingur og hann er með tilfinningu í báðum höndum.
Lestu skemmtilegt helgarviðtal Mannlífs við Guðmund Felix hér.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -