• Orðrómur

Þetta er fólkið sem bjargaði egypsku fjölskyldunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Egypska Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku máls þeirra. Mál fjölskyldunnar fékk mikla athygli í fjölmiðlum og nú hefur baráttan fyrir áframhaldandi veru hennar skilað sigri.

Egypsku systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa

Þetta er fólkið sem bjargaði fjölskyldunni.

- Auglýsing -

Baráttukonan Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, hefur staðið þétt við bakið á egypsku fjölskyldunni. Hún fagnaði mjög þegar dvalarleyfið var staðreynd. „Börnin eru komin með vernd á Íslandi! Egypsku systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi ásamt foreldrum sínum. Þau eru komin í skjól, þau eru örugg, þau eru frjáls. Réttlætið og samstaðan hefur sigrað. Ég er orðlaus,“ sagði Sema Erla í færslu á Facebook.

Sema Erla Serdar

Magnús G. Norðdal er lögmaður Khedr-fjölskyldunnar og fagnaði hann því að nú gæti fjölskyldan loks komið úr felum. Hann telur að þrýstingur á stjórnvöld hafi skipt sköpum og segir fjölskylduna afar þakklát öllum þeim sem hjálpuðu. „Við búum í lýðræðisríki og það er eðlilegt að þegar almenningur tekur sig saman og sýnir samtakamátt með þessum hætti að það hafi áhrif. Þetta mál er unnið. Krakkarnir geta farið aftur í skólann. Þetta eru gríðarlega góð tíðindi og nú heldur lífið áfram hjá þeim,“ sagði Magnús G. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar í samtali við RÚV.

- Auglýsing -

Magnús D. Norðdal

Friðþjófur Helgi Karlsson, bæjarfulltrúi og skólastjóri, barðist líka fyrir áframhaldandi veru fjölskyldunnar hér á landi og fagnar því að börnin geti nú mætt aftur til sín í skólann. „JÁ, já, já. Réttlætið sigrar. Börnin geta snúið aftur í skólann. Takk þið öll sem lögðuð hönd á plóg og tryggðuð með ykkar kærleiksríku baráttu að Khedr fjölskyldan fær nú dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Ég er svo innilega glaður með þessa niðurstöðu og bíð spenntur eftir því að hitta börnin aftur,“ sagði Friðþjófur Helgi í fagnaðarfærslu á Facebook..

Friðþjófur Helgi Karlsson

- Auglýsing -

Svo er það auðvitað kærunefndin sem féllst á sjónarmið fjölskyldunnar:

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður, tilnefndur af dómsmálaráðherra.

Anna Tryggvadóttir, varaformaður, tilnefnd af dómsmálaráðherra.

Árni Helgason hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af dómsmálaráðherra.

Gunnar Páll Baldvinsson, lögfræðingur, tilnefndur af dómsmálaráðherra.

Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndarinnar

Daníel Isebarn Ágústsson, lögfræðingur, tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Bjarnveig Eiríksdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -