Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Þetta er fólkið sem vill láta sparka börnunum úr landi – Nýir bandamenn Katrínar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Ibrahim og Dooa hafa dvalið á Íslandi í rúm tvö ár ásamt börnum sínum fjórum. Árið 2018 sóttu þau um hæli hérlendis á þeim forsendum að þau sæti ofsóknum vegna þátttöku Ibrahim  í pólitísku starfi í heimalandi þeirra.  Umsókn fjölskyldunnar um hæli hér á landi var hafnað. Stór hluti þjóðarinnar hefur gagnrýnt fyrirhugaða brottvikningu harðlega. Í þeim hópi er meðal annars starfsfólk grunnskólans þar sem eitt barnanna er í námi. Þá sagði lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin ákvað að henda fjölskyldunni úr landi:

„Ég er yfirbugaður af sorg og reiði í garð kerfisins og stjórnmálamanna.“

Hallgrímur Helgason rithöfundur og þjóðfélagsrýnir hefur gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hallgrímur skrifaði á Facebook:

„Það er ekki hægt að horfa á barn sem segir á íslensku: „Ég vil vera á Íslandi!“ og svara því nei, burt með þig.“

Er þetta nokkuð lýsandi fyrir þau sem vilja veita börnunum dvalarleyfi á Íslandi. Þau hafi verið hér í tvö ár og lært málið og aðlagast íslensku samfélagi. En það er annar hópur sem vill sparka börnunum úr landi og sá hópur er nokkuð hávær og fyrirferðarmikill á samfélagsmiðlum. Hvaða fólk er það? Nánar er fjallað um þá einstaklinga hér fyrir neðan.

Staðan núna

Egypska Kahdr-fjölkskyldan er í felum. Embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki hugmynd um hvar hún er staðsett í veröldinni. Vinur fjölskyldunnar segjast ekki hafa náð sambandi við fjölskylduna frá því á þriðjudag þegar skyndlega var slökkt var á farsíma þeirra. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sömu sögu að segja.

- Auglýsing -

Snemma á miðvikudagsmorgun átti að sækja Kehdr-fjölskylduna á Ásbrú. Flugvélin sem fjölskyldan átti að fara með til Amsterdam fór í loftið án þeirra. Ekki var því unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra, SR-sveitin, hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar.

Cry me a river

Erna Ýr Öldudóttir er einna helst þekkt fyrir róttækar hægriskoðanir. Hún virðist hafa litla samúð með fjölskyldunni og skrifar á Facebook:

„Viðbjóðslegt tilfinningafyllerí út af fjölskyldu sem er á leiðinni heim til sín, eftir tveggja ára uppihald á kostnað skattgreiðenda. Cry me a river þó að ein fjölskylda flytjist á milli landa! En fólk er amk. ekki að gagnrýna alræðistilburði stjórnvalda og covid-lygarnar á meðan það getur rifist um þessar ekki-fréttir.“

- Auglýsing -

Kristjón Benediktsson hefur í nokkur skipti ratað í fjölmiðla fyrir að munnhöggvast við stjórnmálakonur. Hann skrifar færslu um málið sem hlýtur að teljast óvenjugrimm:

„Fagna ber með þessum börnum í dag. Nú fá þau að komazt til síns fallega heimalands Egyptalands og hitta ömmur og afa og aðra ættingja. Nú er skammdegi framundan á Íslandi, nú njóta þau sólar og blíðu í landi sinna ættingja. Stórfjölskyldan heldur saman í Egyptalandi. Ættingjar hugsa um sína…”

Safnari vill þau burt

Sumir skrifa minna. Jónas James Norris er ef til vill ekki þjóðþekktur en er dæmi um Íslending sem hefur enga samúð með fjölskyldunni. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa verið ítrekað gómaður með byssur, sverð og dóp á heimili sínu. Hann skrifar í athugasemd við frétt um málið:

„Góða ferð og komið aldrei aftur.“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálaprófessor liggur ekki skoðunum sínum. Hann gefur sterklega í skyn að fjölskyldufaðirinn sé öfgamaður. Hannes skrifar á Facebook:

„Við eigum að gegna öllum okkar skyldum samkvæmt alþjóðasamningum, en okkur ber ekki að taka á móti þremur hópum, brotamönnum, bótaþegum og trúarofstækismönnum eins og föðurnum í egypsku fjölskyldunni, sem er í Múslimska bræðralaginu og hreykinn af því. Það er augljós fyrirsláttur, að honum sé ógnað í Egyptalandi”

Kallar föðurinn hryðjuverkamann

Guðfinnur Stefán Halldórsson, Guffi bílasali, er í ham vegna málsins og er síða hans á Facebook þakin umræðu um fjölskylduna. Hann skrifar:

„Aftur og aftur hljómar – ,,Egyptaland er ekki öruggt land“ Þetta er rangt. Egyptaland er öruggt land fyrir aðra en meðlimi múslimska bræðralagsins. Þeir skilgreina þá sem hryðjuverkamenn. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Egyptinn sem hér hefur dvalið hryðjuverkamaður. Nú ætla ég ekki að fella dóm um það en þetta síendurtekna tal um óöryggi og aðstæður í Egyptalandi er hreinlega rangt. Er það okkar hlutverk að veita meðlimum í skilgreindum hryðjuverkasamtökum vernd og landvist?“

Páll ósáttur

Svo má nefna Pál Vilhjálmsson, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, en yfirleitt er hann með skoðanir sem eru á skjön við marga. Hann skrifaði á bloggi sitt á dögunum:

„Egyptinn sem kom hingað með fjölskyldu sína lýsir stoltur yfir því að hann tilheyri Bræðralagi múslima. Samtökin eru viðurkennd öfgasamtök, áhöld eru um hvort þau séu hryðjuverkasamtök.“

Býr á Spáni og vill þau burt

Á Stjórnmálaspjallinu á Facebook fara menn mikinn vegna málsins. Sumir eru verulega reiðir yfir því að fjölskyldan finnist ekki. Maður að nafni Ásgeir Ásgeirsson, búsettur á Spáni, skrifar til að mynda:

„Byrja að leita heima hjá, Frú Biskup og meðreiðarsveinum hennar t.d. í Laugarneskirkju stinga þeim inn á Litlahraun eða á Hólmsheiðina þegar þau eru fundin. Þessi gjörningur er algjört grín og yfirvöldum til skammar. „Skammist ykkar“ hefði Soffía frænka í Kardemómubænum sagt við Jesper, Kasper og Jónatan. Í þessu tilviki er það: Ríkislögreglustjóri, Útlendingaeftirlitið og Dómsmálaráðherra. Jæja ég ætla að líta á ströndina og labba í fjöruborðinu, já og að eitthvað gott að borða síðdegis.“

Margrét söm við sig

Talandi um Stjórnmálaspjallið þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að stjórnandi þess, Margrét Friðriksdóttir, vilji fjölskylduna burt. Hún deilir frétt um að Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, hafi afhent ráðherra undirskriftir þeirra sem standa með fjölskyldunni. Hún skrifar svo:

„Sema Erla stjórnar ekki þessu landi með múgæsing og uppnefningum eins og henni er lagið.”

Jón Magnússon fer mikinn

Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður hefur hvað eftir annað tjáð sig um fyrirhugaða brottvísun. Jón hefur bæði skrifað pistla og tjáð sig á Facebook. Jón segir:

„Skyldi Agnes biskup haf viðbúnað núna í Laugarneskirkju til verndar Múslimska bræðralaginu eins og um árið?“

Þá segir Jón enn fremur:

„Staðreyndin er sú, að það er ekkert sem afsakar það að egypsku fjölskyldunni verði ekki vísað úr landi þegar í stað. Verði það ekki gert yrði það hinsvegar til ámælis fyrir ríkisstjórnina og mundi leiða til þess, að fleiri úr múslimska bræðralaginu reyndu að komast til landsins. Væri það til góðs fyrir land og þjóð?“

Þá segir Jón á öðrum stað:

„Mál egypsku fjölskyldunnar var endanlega afgreitt í byrjun nóvember 2019. Síðan eru liðnir tíu og hálfur mánuður, sem er alfarið á þeirra ábyrgð. Eiga ólöglegir innflytjendur að vinna rétt með því að óhlýðnast  fyrirmælum yfirvalda?“

Fjölmargir kunna að meta skrif Hæstaréttarlögmannsins en þau sem hafa líkað við málflutning einu sinni eða oftar eru:

Gylfa Ægisson tónlistarmaður, Gunnlaugur Ingvarsson fyrrverandi formaður Þjóðfylkingarinnar, Kristinn Hugason, Gústaf Níelsson, Hallur Hallsson, Júlíus Hafstein fyrrverandi sendiherra og Sjálfstæðismaður, Páll Bragi Kristjónsson fyrrverandi bókaútgefandi og Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður.

Gústaf lætur í sér heyra

Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur hefur ítrekað tjáð sig um brottvísunina. Hann segir m.a:

„Nú er okkar maður steinhissa. Það er engu líka en að Geir og Grani stjórni orðið lögreglunni. Blessað fólkið bara gufar upp daginn sem það á að yfirgefa landið og hafði þó verið í mótefnamælingu við Covid 19 deginum áður. Datt engum í hug að eftirlit þyrfti með fólkinu fram að brottvísun?

Stjórnvöld, sem geta ekki framfylgt eigin ákvörðunum eru í vondum málum. Skyldi dómsmálaráðherrann vera búin að hringja í ríkislögreglustjórann?“

Sjálfstæðismaður tjáir sig

Bjarni Kjartansson, lengi viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn og fyrrverandi yfirmaður í Sundhöllinni í Reykjavík og Laugardalslaug tjáir sig undir þræði Gústafs og segir:

„Ríkislögreglustóri ætti að segja af sér samstundis.“

Gylfi með kunnuglegan söng

Gylfi Ægisson hefur þetta að segja undir þræði Gústafs:

„Agnes bað svo heitt fyrir múslima fjölskyldunni að hún gufaði upp!

Á fjóra fætur Agnes fór

Allah bað að redda sèr

Bænin var svo sterk og stór

að stórfjölskyldan horfin er“

Gylfi Ægisson deilir svo á eigin síðu frétt um að Agnes biskup vilji að fjölskyldan fái dvalarleyfi. Gylfi segir:

„Guð bænheyrir ekki Agnesi! Hún gerði lítið úr syni hans Jesú Krist Konungi Konunganna!

Agnes veit allt um það en hún er múslimasleikja og henni er alveg sama um um ofsóknir á kristnum fólki!“

Gústaf styður Pál Vilhjálmsson

Þá lýsir Gústaf Níelsson einnig yfir stuðningi við skrif Páls Vilhjálmssonar. Gústaf segir á öðrum stað:

„Það kemur annar bráðum, ef hann er ekki kominn inn í landið nú þegar með barnabynginn í eftirdragi og kúgaða kerlingu.“

Reynir Eyjólfsson, doktor í lyfjafræði segir:

„Burt með þetta afætulið sem fyrst.“

Jónas Smári Hrólfsson leigubílstjóri hefur eftirfarandi til málanna að leggja

„Auðvitað á að vísa honum úr landi alltof mikil meðvirkni hérna og bara verið að fylgja reglum en það skilur vinstri hliðin ekki.“

Þau sem kunna að meta málflutning Gústafs eru meðal annars:

Margrét Friðriksdóttir, Páll Bragi Kristjónsson fyrrverandi forstjóri Eddu útgáfu, Hallur Hallsson fyrrverandi fréttamaður, Heimir Lárus Fjeldsted og Ragnar Guðmundsson sem rak Hótel Adam við heldur rýran orðstýr. Þá má þar einnig finna Pál Steingrímsson skipstjóra Samherja, Svanberg Guðmundsson sölumanns Húsasmiðjunnar, Magnús Björn Magnússon starfsmann Icelandair en hann hefur deilt skrifum Jóns Magnússonar.

Baldur tekur þátt

Þá er þar einnig að finna Baldur Hermannson sem áminntur var af skólastjórn Flensborgarskóla fyrir ummæli sem hann lét falla á bloggsíðu sinni árið 2011. Baldur tjáir sig á Facebook um Semu Erlu Serdar og um málið:

„Þvílík herjans vitleysa sem vellur upp úr þessari konu alla daga, eins og börn hafi nú eitthvað vont af því að ferðast milli staða eða snúa til heimkynna sinna … hvað með öll íslensku börnin …“

Fyrrverandi blaðamaður Viljans og útvarpskona á Útvarpi Sögu, Erna Ýr Öldudóttir er einnig í stuðningshópi Gústafs Níelssonar sem og Sigurfreyr Jónasson.

Hjörtur Aðalsteinsson sem titlar sig húsvörð í Langholtsskóla segir:

„Og okkar frábæri dómsmálaráðherra Áslaug stendur í fæturnar og lætur ekki beygja sig.“

Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins og forstöðumaður söguseturs íslenska hestsins:

„Frábært að dómsmálaráðherra taki loks af skarið, nóg er opingáttin í útlendingamálunum eigi að síður.“

Kristinn er greinilega hæstánægður með eigin skrif, því hann líkar við þau sjálfur. Aðrir í þeim hópi eru Páll Steingrímsson, Jón Ragnar Ríkharðsson, Jón Magnússon lögmaður. Bjarni Th. Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar og formaður Skíðasambands Íslands lýsir sig einnig ánægðan með þetta innlegg forstöðumannsins.

Faðir dómsmálaráðherra ánægður

Sigurbjörn Magnússon lögmaður og og faðir Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra kann einnig að meta skrif Kristins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -