Þetta er húsið sem Anton reif til að byggja nýtt: Húsleit við hliðina á Birni í World Class

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði á dögunum húsleit í umtöluðum húsgrunni í eigu Antons Kristins Þórarinssonar, athafnamanns og uppljóstrari, sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs Armando Beqiri. Sú staðreynd að Anton hafi rifið glæsihýsi á einu dýrasta svæði Íslands hefur þótt bera þess merki að einhver sé innkoman.

Húsgrunnurinn stendur við Haukanes 24 og í næsta húsi við hliðin á því byggir Björn Leifsson, kenndur við World Class, og eiginkona hans. Þau fóru í svipaðar framkvæmdir fyrir nokkrum árum og talið er að kostnaður muni hlaupa á allt að 800 milljónum króna. Ætla má að kostnaður við framkvæmdir Antons séu svipaður. Framkvæmdir standa við báðar eignirnar. Tekið skal fram að engin tenging er milli mannanna tveggja, væntanlegra nágrtanna.

Eignin að meðtöldu húsinu sem var rifið var auglýst í Morgunblaðinu sumarið 2019. Einungis er óskað eftir tilboði en eigninni er lýst svo: Miklaborg kynnir einstaka sjávarlóð við Haukanes í Garðabæ. Um er að ræða 1.467 fm eignarlóð sem stendur á einstökum stað með óhindrað útsýni til sjávar. Á lóðinni stendur 288 fm hús til niðurrifs. Teikningar af 778,2 fm húsi fylgja með. Um er að ræða eina glæsilegustu sjárvarlóð höfuðborgarsvæðisins og einstakt tækifæri á að byggja draumahúsið alveg við sjávakambinn.“

Af þessari lýsingu að dæma þá var verið að selja eign einhvers sem fór fram úr sér, hvort sem eignin hafi lent í þrotabúi eður ei. Mannlíf hafði samband við fasteignasalann sem sá um söluna og segði hann ekkert hafa verið að fyrri höllinni. Húsið hafi ekki verið skemmt. Það var þó búist við því að nýr eigandi myndi vilja klára verkið. Mögulega endar það svo að þriðji maðurinn verði að klára verkið.

Á vefsíðunni Procura má finna verðmat á eigninni í því horfi sem hún var seld til Antons. Þar kemur fram að húsið sem stóð þar hafi verið byggt 1973 og eignin metin á 165.700.000 krónur. Hér fyrir neðan má sjá ástandið í dag við Haukanes 24.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -