Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Þetta er maðurinn sem myrti Freyju – Leiddur fyrir dómara með brotin gleraugu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flemming Mogensen, 51 árs Dani, hefur játað á sig hrottalegt morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það gerði hann í gær og var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Morðingi Freyju hefur áður drepið, þá tvítuga barnsmóður sína og einnig á hrottalegan hátt.

Blessuð sé minning Freyju.

Freyja var stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Fjölskylda Freyju er yfirbuguð af sorg af þeim fregnum að hún hafi verið myrt.

Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

Freyja ólst upp á Selfossi. Hún flutti til Árósa í Danmörku árið 1999 og bjó þar fram í andlátið. Flestir ættingjar hennar búa á Íslandi en systir hennar býr í Danmörku. Freyja tók síðan upp samband með Flemming sem hefur játað að hafa myrt hana með hryllilegum hætti. Samkvæmt dönsku fjölmiðlum var hún kyrkt og lík hennar hlutað í sundur. Þeir segja einnig að þegar Flemming hafi verið leiddur fyrir dómara í gær hafi gleraugu hans verið brotin.

Freyja var aðeins 43 ára.

Frænka Flemming, sambýlismannsins sem játað hefur á sig morð Freyju, Camilla Diana Mogensen, segir fjölskylduna í gífurlegu áfalli eftir hinn sorglega atburð. „Við erum, öll fjölskyldan, í mjög miklu áfalli,“ segir Camilla í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Árið 2009 birti Freyja mynd af Flemming brosandi á Facebook-síðu sinni og taggaði hann við myndina. Undir myndina skrifaði Freyja:

„Ein af betri myndum af manninum mínum.“

Þessa mynd birti Freyja árið 2009 af Flemming, manni sínum.

Freyja starfaði á dvalarheimili aldraðra í Odder, á austanverðu Jótlandi. Hún lætur eftir sig tvö börn. Fyrir nokkrum árum gekk hún í gegnum mikla sorg þegar hún fæddi tvíbura en annar þeirra dó. Freyja birti nýlega mjög fallegar myndir af Íslandi þar sem hún sagðist sakna landsins og að hana langaði heim.

Sjá einnig: Síðasta mynd Freyju: Saknaði Íslands og langaði heim

Fyrir fyrra morðið á barnsmóðurinn hlaut Flemming 10 ára dóm en þá játaði hann strax á sig glæpinn líkt og hann gerði í gær varðandi Freyju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -