Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Þetta er myndin sem hefur fengið flest læk í sögu Instagram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Raunveruleikastjarnan og frumkvöðullinn Kylie Jenner eignaðist sitt fyrsta barn um mánaðarmótin. Kylie opinberaði svo nafn hnátunnar í gær, miðvikudaginn 7. febrúar, og hefur hún hlotið nafnið Stormi. Með þessari opinberun fylgdi mynd af smárri hendi Stormi halda um hendi móður sinnar.

stormi webster ??

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Internetið nánast sprakk þegar Kylie birti myndina á Instagram og á aðeins nokkrum klukkutímum varð þetta sú mynd á Instagram sem hefur fengið flest læk frá upphafi.

Þegar þetta er skrifað er myndin búin að fá rúmlega fjórtán milljónir læka og hrifsaði Kylie toppsætið af knattspyrnugoðsögninni Cristiano Ronaldo.

Rúmlega 11,3 millónir Instagram-notenda hafa líkað við mynd sem Ronaldo setti inn seint á síðasta ári þegar hann tilkynnti að hann væri búinn að eignast sitt fjórða barn, dótturina Alönu Martinu með kærustu sinni, Georginu Rodriguez. Birti hann fallega mynd af spítalanum sem hitti rakleiðis í mark hjá aðdáendum hans.

Þá hafa rúmlega 11,2 milljónir grammara líkað við mynd sem söngkonan Beyoncé setti inn af sér óléttri snemma á síðasta ári, þar sem hún tilkynnti að hún og eiginmaður hennar, Jay Z, ættu von á tvíburum, sem komu í heiminn um mitt síðasta ár. Þeir hlutu nöfnin Rumi og Sir Carter.

- Auglýsing -

Kylie er nú í sjöunda sæti yfir þær manneskjur á Instagram sem eiga flesta fylgjendur, á eftir stjörnunum Selenu Gomez, Ronaldo, Ariönu Grande, Beyoncé, systur sinni Kim Kardashian og Taylor Swift.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -