2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Þetta er nýi líkaminn minn”

Ofurfyrirsætan Chrissy Teigen er í fríi um þessar mundir með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend, og börnunum þeirra tveimur, Lunu og Miles.

Þau Chrissy og John eignuðust dótturina Lunu í apríl árið 2016 og soninn Miles í maí á þessu ári. Chrissy hefur verið óhrædd við að tjá sig um líkama sinn eftir barnsburð á samfélagsmiðlum, en í vikunni birti hún myndir af slitförum á líkama sínum er hún naut sólarinnar á Balí.

„Ég held að þetta sé ekkert að fara. Þetta er nýi líkaminn minn,” skrifaði Chrissy við myndir af slitförum á lærum sínum og baki sem hún setti í sögu sína á Instagram.

AUGLÝSING


Þá opnaði Chrissy sig líka um líkamsímynd á Twitter.

„Instagram er brjálað. Mér finnst æðislegt að fólk með flotta líkama og er stolt af þeim sýni þá (mér finnst það í alvöru!!) en ég veit hve erfitt er að gleyma hvernig venjulegir (mig vantar betra orð) líkamar líta út þegar allir aðrir líta stórkostlega út,” tísti hún. Í öðru tísti sagðist hún vera óörugg með líkama sinn.

„Ég kalla þetta ekki líkamssjálfstraust því ég er ekki þar enn. Ég er enn mjög óörugg. Ég er bara glöð að ég get látið öðrum þarna úti líða betur með sig sjálfa!”

Hraunað yfir ofurfyrirsætu á Instagram

Chrissy og John kynntust árið 2007 við tökur á tónlistarmyndbandi hans við lagið Stereo. Þau eignuðust dótturina Lunu í apríl árið 2016 og soninn Miles í maí á þessu ári.

Brjóstagjöf á Balí.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is