Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

„Þetta er til skammar“ – Starfsfólk á plani fær ódýra bóluefnið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Starfsfólk elliheimila fær AztraZeneca bóluefnið sem kostar 400 kr. en lögreglumenn og læknar og hjúkrunarfræðingar fá Moderna bóluefnið sem kostar 5.000 kr. Dæmigert!“

Þetta skrifar Kristján Þór Sverrisson innan Facebook-hóps Sósíalista en hann er ekki einn um að fordæma þetta. Kosnaðurinn við mismunandi bóluefni hefur hingað til ekki verið gefinn upp. Mannlíf hefur farið fram á almenningur verði upplýstur um það á grundvelli upplýsingalaga.

Upphæðirnar sem Kristján nefnir eru þó nærri lagi, í það minnsta borgar bandaríska ríkið álíka upphæð fyrir skammtinn af þessum bóluefnum. AztraZeneca bóluefnið er ekki eins skilvirkt og það kann því að skýra verðmuninn.

Hermann nokkur tekur undir með honum og skrifar: „Já, þetta er til skammar. Munurinn á víst að vera sá að AZ hefur minni virkni, að því leyti að mér skilst að fleiri eiga þá á hættu að sýkjast, sem hafa samt fengið efnið. Á móti kemur að einkennin af sýkingu, eftir að hafa fengið AZ, yrði vægari en ella, að því að sagt er. Það er kannski ekki svo slæmt,ef maður er á vinnufærum aldri og hraustur annars.“

Sumir telja þetta ekki svo óeðlilegt. Ágústa nokkur starfar á hjúkrunarheimili og segist hún einfaldlega glöð að fá bóluefni. „Sem starfsmaður Hjúkrunarheimilis get ég sagt þér að það er enginn af okkur að kvarta og erum við bara þakklát að fá bóluefni snemma,“ segir hún.

Önnur kona þakkar henni að starfa við þetta. „Sem aðstandandi íbúa á hjúkrunarheimili sem veit hvað þið hafið lagt mikið á ykkur undanfarin misseri samgleðst ég ykkur svo innilega yfir að hafa fengið bólusetningu!“

- Auglýsing -

Því svarar Ágústa: „Já takk. Það er rétt. Hver einasta manneskja sem ég þekki sem hefur unnið við þetta seinasta ár er búin að leggja sig 100% fram. Frábært að sjá fyrir endann á þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -