• Orðrómur

Þetta eru fyrirtækin sem styrktu Guðmund Franklín – Í boði KFC og Bakarameistarans

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Átta fyrirtæki styrktu forsetaframboð Guðmundur Franklín Jónsson um samtals tæplega 1,2 milljón króna. Hann fékk svo 1,8 milljón króna í styrk frá samtals 73 einstaklingum. Guðmundur lagði svo sjálfur um 1,6 milljón króna í framboðið.

Þetta kemur fram í uppgjöri framboðsins til Ríkisendurskoðunnar. Guðmundur fékk mest frá sjávarútvegsfyrirtækinu Hólmi  ehf, eða 300 þúsund krónur. Hann fékk svo 200 þúsund frá KFC annars vegar og hins vegar frá Góu-Lind sælgætisgerð. Bæði fyrirtæki eru í eigu Helga Vilhjálmssonar. Bakarameistarinn styrkti hann svo um 200 þúsund krónur.

Hann fékk svo 200 þúsund frá Erik the red Seafood  og 70 þúsund krónur frá Einhamar Seafood. Bæði í sjárvarútvegi líkt og nöfnin gefa til kynna. Tvö félög gáfu honum svo tíu þúisund krónur: Boðar ehf. og Regin ehf.

Heildargjöld framboðsins voru 4,6 milljónir króna. Þar af voru auglýsingar langstærsti hlutinn en hann auglýsti fyrir um 3,5 milljónir. Guð­mundur Franklín fékk 7,8 prósent atkvæða í kosningunum.

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -