Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Þetta eru konurnar í Öfgahernum – „Við myndum ekki þora ef þú hefðir ekki mótað veginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öfgaherinn er feminískur baráttuhópur sem hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum síðan síðasta Metoo bylgja hófst. Þessi hópur, Öfgaherinn, líkist óhjákvæmilega öðrum hópum eins og skæruliðaher Samherja, Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins og hulduher Alberts Guðmundssonar á sínum tíma.

Eins og nafn hópsins gefur til kynna er um svokallaðan öfgafeminisma að ræða en hefur Hildur Lilliendahl hvað oftast verið kennd við öfgafeminismann hér á landi. Öfgar hafa sagst standa fyrir jafnrétti kynja. Þær vilja uppræta gerandameðvirkni þegar kemur að ásökunum um kynferðis og ofbeldisbrot.

Aðferðir sem Öfgar nota til þess að fylgja þessum gildum hafa verið mjög umdeildar og minna óneitanlega mikið á aðferðir Hildar Lilliendahl. Ekki þarf að leita langt til þess að sjá að meðlimir Öfga eru Hildi þakklátir en á Twitter birta þær mynd af Hildi og skrifa:

„Við myndum ekki þora ef þú hefðir ekki mótað veginn“

Stjórnendur Öfga eru fimm talsins og lýsa þær sér svo á samskiptaforritinu Twitter þar sem þær eru hvað virkastar:

  • Helga Ben – Íslensk femínista tussa með hjarta úr gulli
  • Hulda Hrund – Femínistatussa og freðmýrakunta
  • Ninna Karla – Listförðunarfræðingur í leit að verkefnum – femínistatussa, freðmýrarkunta og tussuklessa
  • Ólöf Tara – Litli femínistinn
  • Tanja Ísfjörð – Freðmýrarkunta, tusa
Ólöf Tara.
Helga Ben.
Hulda Hrund.
Ninna Karla.
Tanja Ísfjörð.

Dæmi um aðrar samfélagasmiðlastjörnur sem hafa verið áberandi í Metoo-byltingunni og tekið undir skoðanir Öfgahersins undanfarið:

- Auglýsing -
  • Edda Falak – Fjármálafræðingur, þáttastjórnandi og eigandi hlaðvarpsins Eigin konur
  • Erna Kristín (Ernuland) – Guðfræðingur með ADHD og áherslu á jákvæða líkamsímynd
  • Kolbrún Birna – Hún/henni – she/her. laganemi ofl.
  • Tara Margrét –  Félagsráðgjafi, formaður samtakana um jákvæða líkamsímynd, sérstakt áhugamál að lofa offitu.
Edda Falak.
Tara Margrét.
Kolbrún Birna. Mynd / Skjáskot RÚV.
Erna Kristín.

Umræða og sjónarmið Öfgahersins er gífurlega áberandi en frá ofangreindum konum, sem eru níu talsins, koma að meðaltali 42 ummæli á Twitter á sólarhring.

Kastljós tók viðtal við Eddu Falak fyrir stuttu þar sem rædd voru meðal annars ofbeldismál, ásakanir, og meint brot. Edda hafði fyrir þáttinn tjáð skoðun sína á mörgum þessara mála opinskátt á  samfélagsmiðlum.

Sú grundvallarregla sem er í lýðræðisríki  – „saklaus uns sekt er sönnuð“ var borin undir Eddu. Hún svaraði því að prósentan þar sem logið væri um kynferðisbrota mál væri rosalega lág. ,,það er svo ótrúlega lítil prósenta, held það sé um 2 prósent eða minna þar sem er logið uppá einhvern að einhver hafi beitt sig ofbeldi.“ Þá taldi Edda ásakanir nægja til þess að einstaklingur ætti ekki afturkvæmt í sviðsljósið:

„Finnst aðilar ekki eiga afturkvæmt í sviðsljósið“

- Auglýsing -

Erfitt hefur reynst að sanna ofbeldisbrot fyrir dómi, og þá aðallega kynferðisbrot.  Ítrekað verið kallað eftir breytingum en ljóst er að kerfið þurfi að vera  „þolendavænna“. Öfgaherinn virðist nú hafa tekið málin í sínar hendur. Aðferðin „cancel culture“ er notuð á þá sem sakaðir hafa verið um brot.

Hildur Lilliendahl, guðmóðir baráttuaðferða Öfgahersins. Mynd / Skjáskot RÚV.

Skilgreining á Slaufunarmenningunni (e. Cancel Culture):

„Nútíma form af útskúfun þar sem einhver er rekinn úr félagslegum eða faglegum hringjum, hvort sem það er á netinu, á samfélagsmiðlum eða í eigin persónu. Þeir sem lúta þessari útskúfun eru sagðir hafa verið „cancelled“ eða útilokaðir.
Fólk veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétta leiðin í nútíma samfélagi. Hvort þessi „dómstóll götunnar“ og cancel culture sé ekki skref aftur á bak.

 

Innlegg Öfgahersins gefa ákveðna hugmynd af því að enginn fái að njóta vafans lengur. Hér koma nokkur dæmi:

„Erum við ekki öll með það á hreinu að sýkna þýðir ekki að logið hafi verið upp á meintan geranda?“

„Hafþór Júlíus með 10 milljónir á mánuði, Cancel kúltúrinn að gera útaf við okkar mann“

„Allar konur eru jafnar gagnvart aumingjaskap karla“

„Haltu þá bara kjafti!“

„Fokking hættið að versla við vefjuna“

„Konur þurfa EKKI að vera kurteisar við menn sem láta þeim líða óþægilega.“

„Fokkaðu þér Sigurður, taktu þinn sannleika og troddu honum. Við erum ekki hálfvitar“.

 „Vinkona mín fékk sér að ríða í gær EN áður en hún lagði af stað lét hún mig vita staðsetningu til að tryggja að ég vissi um hana ef eitthvað kæmi upp á“

 „Aktivismi er ekki að vera fokking likeable “

 „Hver vill fella feðraveldið með okkur “

 „Amma mín er fædd 1935 og hún notar heddfóna markvisst til að bægja ókunnugum uppáþrengjandi körlum frá sér á hjúkrunarheimilinu sínu. Bara svo þið vitið, stelpur: 1. Þið eruð ekki einar og 2. Þetta mun aldrei lagast“.

 „Það að beita ofbeldisfólk ofbeldi gerir ykkur líka að -ofbeldisfólki- og getur bitnað enn frekar á þolendum þeirra – skil að einhverjum finnist það  „sanngjarnt“ en þetta hjálpar engum. Maður leysir ekki ofbeldisvanda með meira ofbeldi “.

 „Arnar Þór kannski heldur námskeið fyrir okkur femínistana um hvernig maður gagnrýnir af sanngirni -meintar- nauðganir og -meint- heimilisofbeldi ?“

„Það kom mér á óvart hvað það voru miklir fordómar í gangi. Það fannst mér ljótt að sjá bæði samfélagsmiðlastjörnur, þekkt fólk, konur og karla voru tilbúinn að uppljóstra eigin fordóma í beinni.“

„ég er ekki að fara að láta einhvern gamlan kall hafa áhrif á mig“

„Ég versla ekki við Vefjuna, Bakarameistarann, Litlu kaffistofuna, Kaffi krús, bæta fleirum við?“

„Ef þú velur að vera hlutlaus í ofbeldismálum þá hefurðu kosið að standa með gerandanum“

„Konur og kynsegin fólk! Ímyndið ykkur einn sólarhring þar sem engir karlar eru til. Þið fáið fullkominn frið frá þeim og þurfið ekki að óttast þá að nokkru leyti. Hvað mynduð þið gera? Ég skal byrja: myndi segja allar uppsafnaðar og niðurbældar skoðanir mínar á Twitter“

„Vildi að ég væri kall, gæti gefið svo mörg random óumbeðin ráð“

„Ég má sem betur fer segja samkvæmt lögum að Ingólfur drullusokkur þarf að fokka sér meira en allir aðrir þurfa að fokka sér. Fokkkkkkkka sér.“

 

Bæði fordóma og cancel culture má finna í upptöldum innleggjum en stingur það í stúf við önnur innlegg frá sömu aðilum.

„Það að beita ofbeldisfólk ofbeldi gerir ykkur líka að -ofbeldisfólki- og getur bitnað enn frekar á þolendum þeirra – skil að einhverjum finnist það  „sanngjarnt“ en þetta hjálpar engum. Maður leysir ekki ofbeldisvanda með meira ofbeldi “.

Þetta skrifar einn meðlimur Öfga en hafa meðlimir ítrekað skrifað innlegg sem flokkuð eru sem cancel culture, en hefur sú aðferð verið skilgreind sem ein birtingamynd ofbeldis í nútímasamfélagi.

Málefni sem Öfgaherinn tekur fyrir koma oftar en ekki upp í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlaforritum. Í kjölfarið skapast umræða í kommentakerfi eða á Twitter og má í mörgum tilfellum sjá alla meðlimi öfgahersins setja athugasemd við hverja færslu eða málefni, hver og ein oftar en einu sinni. Einstaklingar sem velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum hafa einnig verið teknir fyrir af Öfgahernum fyrir það eitt að vera á annarri skoðun.

Aktívismi gegn nauðgunarmenningu er lokaður Faceook hópur sem snýst um að gefa ráð og fá upplýsingar til að sporna við nauðgunarmenningu. Þangað hafa konur leitað til þess að halda sér upplýstum, sýna samhug og ræða feminísk málefni.

Mannlíf hefur reynslusögu konu sem leitaði inn á hópinn í góðri trú um að það væri nóg til þess að fá að vera meðlimur hópsins. Konan tekur fram að í hópnum hafi hún lesið ýmislegt gagnlegt en margt var líka gríðarlega litað af heift og dómhörku. Eftir nokkurn tíma var konunni hent úr hópnum og skýringin sem hún fékk var sú að hún hafi ekki verið nógu virk. Konunni var gríðarlega brugðið en sagðist hafa áttað sig á eftir nokkra daga hversu mikill léttir það var að vera ekki lengur í hópnum.

 

Þessi hópur, Öfgaherinn, líkist óhjákvæmilega öðrum hópum eins og skæruliðaher Samherja, Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins og hulduher Alberts Guðmundssonar.

Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins

Verkefni skrímsladeildar er ýmist að beina athygli frá misgjörðum forystumanna Sjálfstæðisflokksins og dreifa óhróðri um andstæðinga flokksins. Miklar annir eru oft hjá deildinni í Valhöll, stundum er unnið dag og nótt við það að fela það sem þarf að fela. Þekktir meðlimir deildarinnar eru Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor við HÍ, Óli Björn Kárason, varaþingmaður, Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ráðherra, Andrés Magnússon blaðamaður og Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður. Athygli vekur að engin kona starfar í Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir.

Skæruliðadeild Samherja

Skæruliðadeild Samherja rekur áróðursstríð útgerðarfyrirtækisins gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið. Þekktustu skæruliðar Samherja eru Páll Steingrímsson skipstjóri, Þorbjörn Þórðarson, lögmaður og fyrrum fjölmiðlamaður, Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja og ráðgjafinn og einkaspæjarinn Jón Óttar Ólafsson. Allir þessir skæruliðar leika stórt hlutverk Samherja bakvið tjöldin.

Hulduher Alberts

Albert Guðmundsson var þekktur knattspyrnumaður og umdeildur stjórnmálamaður. Fyrst var hann borgarfulltrúi en fór svo inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat meðal annars sem ráðherra. Á þessum tíma var mikil valdabarátta innan flokksins og hann í raun klofinn í tvær fylkingar. Albert náði góðum árangri í prófkjörum með hjálp Hulduhersins sem dóttir hans stjórnaði. Á endanum hjálpaði herinn við að kljúfa flokkinn þar sem Albert náði undraverðum árangri með Borgararflokknum á mettíma fyrir kosningar.

Öfgar og Öfgaherinn, fólk veltir því fyrir sér hver sé besta leiðin fyrir þolendur. Er útskúfun og heift það sem mun bæta kerfið í kynferðisbrotamálum? Er cancel culture að fara gera samfélagið þolendavænna ? Aktívismi, samstaða, hvar liggja mörkin eða eru engin mörk?
Hver lesandi verður að hugsa sig um, og svara fyrir sig.

 

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -