Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Þetta eru skilaboðin sem gerðu allt vitlaust í gær – „Katrín að tengja mig nánast við hryðjuverk“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég bjóst ekki við þessu hér á Íslandi. Mér er mjög illa við að Katrín sé nánast að tengja mig við hryðjuverk. Ég er heimilislaus eftir þessar hamfarir og var bara að reyna að standa með mínu nærsamfélagi. Hingað til hef ég verið svo stoltur af því að hér á Íslandi geti maður haft samband við stjórnmálamenn persónulega.“

Þetta segir Jonathan Moto Bisagni, íbúi á Seyðisfirði, í samtali við Mannlíf. Upp var fótur og fit í gær þegar fullyrt var að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafi borist hótun frá manni sem reyndist síðar vera Jonathan.

Hann segir að einu skilaboð hans til Katrínar sem komi til greina séu tvær athugasemdir sem hann skrifaði við færslur hennar. Hann segist ekki hafa símanúmerið hennar. Það er nánast óskiljanlegt hvernig lögregla gat túlkað athugasemdir hans sem líflátshótun. Hann er harðorða en margfalt þyngri orð hafa fallið við minna tilefni.

Báðar athugasemdir voru skrifaðar á ensku og má lesa hér fyrir neðan. Í fyrri skilaboðunum biður Jonathan Katrínu um að taka ábyrgð á þessum harmleik, hún beri ábyrgð á því að allir Íslendingar búi í öruggum aðstæðum. Í seinni skilaboðunum vísar Jonathan til þess að það hafi margoft verið varað við aurskriðum sem þessum, síðast í fyrra. Í samtali við Mannlíf segir Jonathan að það hafi fokið í sig þegar Katrín fór að tala eins og ekki hafi verið hægt að komast hjá þessu. „Það var óumflýjanlegt að þetta myndi gerast. Þú stóðst ekki með okkur þegar þér gafst tækifæri til þess. Það kostar minna að hreinsa og laga en hefði kostað að koma í veg fyrir þetta með aðgerðum í fyrra. Þar sem engin lést þá lít ég svo á að þú hafir sparað pening með því að gera ekkert.“

Hér fyrir neðan má lesa athugasemdirnar og dæmi hver fyrir sig.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -