Sunnudagur 3. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Þingkona um jafnrétti kynjanna: „Við sjáum mismunun gagnvart ungum drengjum strax í skóla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkona Framsóknarflokksins, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, talaði um jafnrétti kynjanna á Alþingi og sagði í dag séu 70% þeirra sem útskrifast úr háskóla konur; en að ekki sé ýkja langt síðan það var öfugt, en það er Hringbraut sem greindi fyrst frá:

„Á þetta ekki að vera jafnt?“ spurði Hafís, og vætti við:

„Rannsóknir varpa ljósi á að stelpum er oftar hrósað í skóla en drengjum og svo má lengi telja. Við sjáum ákveðna mismunun gagnvart ungum drengjum strax í skóla. Þeim er sagt að þeir séu fyrirferðarmiklir, séu of mikið og við stelpur er oftar en ekki sagt: „Æ, passaðu þig á strákunum“,“ sagði hún og telur að þetta sé ekki uppbyggilegt fyrir drengi.

Einnig sagði hún að æ meira heyrðist af karlmönnum sem ekki finna sig í samskiptum við konur; að þeir hræðist að stíga óviljandi yfir mörk:

„Má vera að ákveðin óvissa og gremja ungra karlmanna sé að skila sér í aukinni ofbeldishegðun og öfgahyggju? Ég tel þetta ekki vera samfélag sem okkur langar að búa í. Við þurfum að taka betur utan um unga karlmenn og beita fræðslu. Ég fagna því að staða kvenna sé betri en það verður að varast að pendúllinn sveiflist alla leið. Við þurfum að opna augun, fræða og grípa til aðgerða svo við getum náð betra jafnvægi í samskiptum kynjanna. Svo þurfum við að spyrja okkur þessarar grundvallarspurningar: Í hvernig samfélagi viljum við búa?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -