Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þingkonan Hanna Katrín slegin óhug: „Ofbeldismenn röðuðu sér upp með öskrum og hótunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það fylgdu alls konar tilfinningar með í farteskinu þegar ég kom heim eftir viðburðaríka dvöl í Belgrad, serbnesku höfuðborginni, eftir nokkurra daga dvöl þar í tengslum við EuroPride 2022,“ segir Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Hanna Katrín dvaldi í nokkra daga í serbnesku höfuðborginni í tengsl­um við EuroPri­de 2022:

„Ég var þar sem einn þátttakenda í International Human Rights Conference á vegum Civil Right Defenders samtakanna og skipuleggjenda EuroPride í Belgrad.

Mannréttindaráðstefnan er haldin árlega þar sem EuroPride fer fram og laðar að sér fjölda fólks alls staðar að úr heiminum, rétt eins og önnur dagskrá á EuroPride. Hátíðarhöldin stóðu frá 12.-17. september með yfir 120 viðburðum, stórum sem smáum. Rúsínan í pylsuendanum átti auðvitað að venju að vera löngu skipulögð Prideganga á laugardeginum. Þar fóru serbnesk stjórnvöld hins vegar út af sporinu á lokasprettinum.“

Hanna Katrín segir að „það eru þrjú ár síðan Belgrad varð fyrir valinu sem gestgjafi EuroPride 2022 og skipulagning og annar undirbúningur hefur staðið yfir lengi. Síðustu þrjár vikur hafa hins vegar verið stormasamar. Í lok ágúst tilkynnti forseti Serbíu að EuroPride hefði verið aflýst. Því var samstundis mótmælt af skipuleggjendum en skilaboð serbeskra stjórnvalda voru skýr, þau höfðu afturkallað stuðning sinn.“

Heldur áfram:

- Auglýsing -

„Í kjölfarið tóku við mótmælagöngur gegn EuroPride á vegum serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar annars vegar og öfgaþjóðernissinna hinsvegar. Við tóku dagar með misvísandi skilaboðum frá serbneskum yfirvöldum. Í mótttöku fyrir erlenda gesti EuroPride að morgni göngudagsins lýsti Ana Brnabic, forsætisráðherra Serbíu því yfir að hún gæfi leyfi fyrir göngunni og að hún gæti tryggt öruggi allra á götum Belgrad. Gangan fór því fram en vægast sagt við sérstakar aðstæður.“

Hún nefnir að „gönguleiðinni var margbreytt og endaði með því að vera örstutt og innan girðingar sem mörg þúsund vopnaðir lögreglumenn röðuðu sér við. Fáir inngangar inn á svæðið og fjölmörgum var vísað frá af lögreglunni þegar þeir reyndu að komast inn á svæðið. Við inngangana, fyrir utan svæðið, röðuðu ofbeldismenn sér upp með öskrum og hótunum, og lenti víða saman við lögregluna. Þetta var óhugguleg upplifun svo ekki sé sterkar að orðið kveðið og þá ekki síst að sjá að margir þessara ofbeldishópa voru með merki til stuðnings Pútín.“

Hanna Katrín segir líka að „lögreglumenn voru líka á ferð víða um borgina þar sem ofbeldismenn höfðu skipulagt óeirðir vegna göngunnar og fleiri tugir ofbeldismanna voru handteknir eftir átök við lögreglu. Því miður stóðst loforð forsætisráðherrans um öryggi allra ekki og dæmi voru um árásir öfgamanna á þátttakendur, jafnvel í nánd við vopnaða lögreglumenn sem létu sér nægja að horfa á.

- Auglýsing -

Í tilkynningu frá forsvarsfólki EuroPride segir að hátíðin í Belgrad muni fara í sögubækurnar sem vendipunktur fyrir LGBTI+ réttindi í Serbíu og víðar á Vestur-Balkanskaga:

„Við sýndum að Pride hátíðin er ekki ógn við neinn, og meðan við gengum friðsamlega voru það öfgahægrimenn, þjóðernissinnar og kristnir bókstafstrúarmenn sem börðust við lögregluna.“

Talið er að um 7.000 manns hafi tekið þátt í göngunni, þar af stór hluti alþjóðlegur þar sem fulltrúar yfir 50 Pride samtaka víðsvegar að úr heiminum tóku þátt í göngunni auk þingmanna og diplómata víða að.“

Hanna Katrín segir að „sá sýnileiki er gríðarlega mikilvægur. Okkur er hollt að hafa í huga að þessi barátta er líka okkar. Þau sem berjast fyrir frelsi, fyrir mannréttindum hinsegin fólks í Serbíu eru í auga stormsins núna – við vitum ekkert hvar hvessir næst. Né hvernig skjólið verður þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -