Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur VG vart stjórntæk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem gekk úr VG í vikunni, rifust harkalega í Silfrinu í dag. Sigríður segir fyrrverandi flokk Rósu ekki stjórntækan. Sigríður segir úrsögn Rósu úr flokknum hafi ekki komið henni á óvart.

„Hvorki Rósa né Andrés Ingi studdu þessa ríkisstjórn, það lá fyrir frá upphafi. Það er innanhúsvandamál hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði, sem ekki vill kalla sig stjórnmálaflokk, tekur á svoleiðis. Ég var búin að gleyma því hve margir þingmenn VG sögðu sig úr þingflokknum í ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Það voru fimm þingmenn sem gengu úr skaptinu í síðustu ríkisstjórn VG, sem var þó til vinstri,“ sagði Sigríður og bætti við að þetta hafi gerst í bæði skiptin þegar flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.

Þá skaut Rósa inn í að Sigríður sjálf hafi oftar kosið gegn ríkisstjórninni en hún. „Það er áhugavert að sjá hvor er meiri stjórnarandstæðingur,“ sagði hún. Þá gaf Sigríður einungis í og sagði: „Menn hafa horft á það í forundran í upphafi að tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn styðji ekki ríkistjórnina. Menn eru búnir að taka út þá undrun. Við höfum ekki haft á vísan að róa en það sem hefur komið mönnum á óvart hversu mikil áhrif þessi stjórnarandstaða í VG hefur haft á þingflokk VG. Fólk sem sagðist ekki styðja ríkisstjórnina virðist hafa eitthvað hald á stjórn á tilteknum málum innan þingflokksins,“ sagði Sigríður.

Að lokum velti hún því fyrir sér hvort flokkurinn gæti á annað borð verið í meirihluta á Alþingi. „Þetta er innanhúsvandamál og til framtíðar hlýtur þetta að vera til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -