Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Þingmönnum pakkað saman á Pírataspjallinu: „Ég trúi ekki að verið sé að leita að þessari afsökun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

>Þingmenn Pírata virðast hafa verið teknir í bólinu hvað varðar þekkingu á sóttvarnarreglum hérlendis. Á spjalli flokksins á Facebook virðist þeim pakkað saman í samanburðarumræðu um meint brot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra annars vegar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, hins vegar.

Eins og frægt er orðið virðist Bjarni hafa brotið sóttvarnarlög í frægri heimsókn sinni í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þá er líka útlit fyrir að Smára hafi orðið í messunni þegar hann skellti sér í heita pottinn í Sundhöllinni í fyrradag. Hann tróð sér ofan í pottinn þar sem of margir voru fyrir en neitar sjálfur að hafa brotið lög því hann hafi verið undanskilinn reglum eftir að hafa sjálfur jafnað sig af Covid-19.

Inni á Pírataspjallinu ræða meðlimir meint brot Bjarna og Smára þar sem Píratarnir vilja meina að ekki sé hægt að bera þau saman. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir svo alls ekki vera því Smári sé laus undan Covid-19 og því undanskilinn sóttvarnarlögum. „Smári er búin að fá Covid svo hann smitast ekki og smitar ekki. Fólk sem hefur fengið Covid getur ekki smitað með loft smiti svo fjarlægðar takmörkun á ekki við, nema fólk sé að snerta aðra. Það er grundvöllur allra sóttvarnarráðstafanna,“ segir Jón.

Frosti Heimisson er til svara. „Jón, þú getur túlkað þetta ens og þú vilt. Tilmælin eru skýr. Allt annað er bara til að reyna að réttlæta þetta. Smári hefur ekki ætlað sér þetta frekar en Bjarni. Þú veist vel að þetta undanskilur hann bara grímuskyldu. Allt annað er bara sparðatíningur. Ekki það að ég telji þetta ásetning frekar en Bjarna. Það þýðir lítið að cherry-picka í þessu tilfelli,“ segir Frosti.

Jón Þór kemur aftur inn og ítrekar að sóttvarnarreglur séu skýrar á þann veg að þeir sem hafi fengið Covid séu undanskildir meðal annars nálægðartakmörkunum. Því hafi Smára verið óhætt að fara í pottinn. Tómas Hafliðason spyr þá hvar þessa undanþágu megi finna. „Hvar er það skráð að þú sért undanþeginn? Eina tilgreinda undanþágan, sem er sérstaklega tilgreind er grímuskildan,“ segir Tómas.

Jón sagðist þá ætla að finna þessa undanþágu og smella henni inn í spjallið. Þegar þetta er ritað var hún ekki komin inn. Það var hins vegar Björn Levý, þingmaður Pírata, sem vísaði í samtal sem hann heyrði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eiga um sóttvarnarlögin. „Ég var vitni að samtali Smára við heilbrigðisráðherra fyrir jól. Þar spurði Smári, af því að það var óljóst, hvort þau sem höfðu fengið covid teldust með í talningu vegna td jólakúla. Heilbrigðisráðherra sagði það mjög skýrt að þau teldust ekki með og ætlaði að skoða hvort reglurnar væru ekki örugglega skýrar með þetta,“ segir Björn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -