Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Þjóðþekktir um brotthvarf Eddu af skjánum: „RÚV er eitt­hvað að mis­skilja hlut­verk sitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Edda Andrésdóttir, hefur fært Íslendingum fréttir heim í stofu síðustu fimmtíu árin, en hún hefur verið einn dáðasti fréttaþulur landsins.

Margir hafa sent Eddu kveðjur og þar á meðal er fyrrum starfsmaður Eddu, Logi Bergmann. Í færslu sinni á Facebook segir hann:

„Mér finnst þetta merki­­legur dagur. Ég hélt hrein­­lega að Edda myndi aldrei hætta að lesa fréttir! En hún ætlar sem­­sagt að hætta í kvöld. Við náðum tólf skemmti­­legum árum saman á Stöð 2. Þar gekk á ýmsu en alltaf var Edda eins og kletturinn í hafinu,“ skrifar Logi á Face­book.

Logi Berg­mann vann með Eddu Andrés­dóttur sem frétta­þulur á Stöð 2 í mörg ár og sendir henni kveðju í til­efni þess að Edda las sinn siðasta frétta­tíma í gær eftir um þrjátíu og tvö ár á Vísi og um hálfa öld í blaða- og fréttamennsku.

„Hún er ekki bara frá­bær lesari heldur hefur hún alltaf haft gaman að því að gera það sem hún gerir og veit upp á hár hvernig á að gera það. Ég sakna Eddu sem vinnu­­fé­laga og ég á líka eftir að sakna hennar af skjánum. Myndirnar eru frá tíma okkar saman á stöðinni (það er mögu­­lega búið að eiga við eina þeirra) og ég vona að við eigum eftir að fá fleiri myndir af Eddu á skjánum. Þar á hún heima,“ skrifar Logi.

Kveðjur Ríkisútvarpsins fóru ekki vel í Sigmar, athafnarmann

- Auglýsing -

Edda sagði í viðtali á RÚV í gær vera þakk­lát fyrir að fá að taka á­kvörðunina sjálf sem hefur verið að gerjast í smá tíma. Hún úti­lokar þó ekki að birtast á ný á skjánum með þætti á Stöð 2. En fyrst ætlar hún að byrja að taka til í bíl­skúrnum.

Sig­mar Vil­hjálms­son, er hugsi eftir að hafa hlustað á kveðju RÚV og lýsti sinni skoðun á Twitter í gær.

Ríkis­út­varpið sem starfar í al­manna­þágu sagði Stöð 2 „helsta sam­keppnis­aðila Frétta­stofu RÚV“ og bendir Simmi á að RÚV sé eitt­hvað að mis­skilja hlut­verk sitt.

- Auglýsing -

„Í fréttum í kvöld: “..helsti samkeppnisaðili Fréttastofu RÚV..” var sagt um @stod2 í tilefni þess að Edda Andresar er að hætta. Ef @RUVfrettir lítur á aðrar fréttastofur sem samkeppnisaðila þá er RÚV að misskilja hlutverk sitt í samfélaginu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -