Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þjóðverjar eru ekki freðnir og ætla að lögleiða kannabisefni innan 2ja ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá Þýskalandi berast þau tíðindi að kannabisefni verði gerð lögleg innan tveggja ára þar í landi.

Mbl.is greinir frá.

Rík­is­stjórn­ Þýskalands hef­ur sett upp áætl­un sem miðar að því að lögráða fólki verði leyfi­legt að nota kanna­bis­efni árið 2024.

Er gert ráð fyr­ir því að hverj­um einstaklingi verði leyft að hafa í fór­um sín­um allt að 30 grömm af kannabis til eig­in neyslu; að kaupa megi kanna­bis­efni í apó­tek­um sem og versl­un­um sem hafi til þess sér­stakt leyfi til að selja efn­ið.

Eins og staðan er nú hefur áætl­un ríkisstjórn­ar­inn­ar ekki ennþá hlotið samþykki þýska þings­ins; auk þess þarf Evr­ópuráðið að samþykkja breytinguna.

Af Evr­ópu­sam­bands­ríkj­um hef­ur aðeins Malta samþykkt og hrint í áætlun afléttingu banns við kannabisefnum.

- Auglýsing -

Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Karl Lauter­bach, reiknar með því að lík­legt sé að áætl­un­in fyrir árið 2024 stand­ist.

Karl Lauterbach.

Fram kemur að áætl­un Þjóðverja gerir ráð fyr­ir því að leyfi­legt verði að rækta kanna­bis­plönt­ur heima við; sú rækt­un mun þó tak­mark­ast við þrjár plönt­ur á hvern lögráða ein­stak­ling á hverju heim­ili.

Lauter­bach heil­brigðisráðherra sagði við kynn­ingu áætl­un­ar­inn­ar að af­glæpa­væðing efn­is­ins komi til með að vernda heilsu ungra Þjóðverja, þar sem bann gegn efn­inu hefði ekki átt „neinu láni að fagna“ síðustu ár, og að neysl­an hefði auk­ist:

- Auglýsing -

„Við vilj­um setja markaðinum stíf­ar regl­ur,“ sagði ráðherrann og bætti við að það komi til greina að setja regl­ur um há­marks­styrk­leika kanna­bis­efna, sem seld yrðu yngra fólki en 21 árs, sem myndi þýða að fylgj­ast yrði sér­stak­lega með THC inni­haldi þeirra.

Næsta skref Þjóðverja er að leggja áætl­un­ina fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið, sem myndi fara ítarlega ofan í saum­ana á því hvort hún stæðist lög­gjöf sam­bands­ins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -