Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þögn innan Sinfóníunnar vegna meintra brota: „Ekki okkar hlutverk að opinbera slík mál. “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu vegna spurninga Mannlífs í gær. Fyrr um daginn hafði Mannlíf fjallað um brotthvarf þriggja starfsmanna innan Sinfóníunnar en samkvæmt heimildum Mannlífs hefur einn þeirra verið í leyfi í níu vikur vegna ásakana um meint brot. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir Láru en hljóða þær svo:
1. Hafa ásakanir um kynferðisbrot/ofbeldi/áreiti komið upp innan Sinfóníunnar?
2. Hversu oft?
3. Hefur verið tekið á slíkum ásökunum og brugðist við líkt og reglur segja til um?
4. Hafa starfsmenn verið sendir í tímabundið leyfi vegna ásakanna?

Lára taldi það ekki þeirra hlutverk að opinbera slík mál. Sagði hún það brot á rétti þeirra sem skilgreindir eru sem meintir þolendur í slíkum málum. Svar Láru má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Ég geri mér grein fyrir að spurningar þínar snúa ekki að einstaka máli né smáatriðum en hinsvegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands ekki stór vinnustaður og ef við myndum tjá okkur um tilvist mála er varða einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni og ofbeldi þá værum við að brjóta á rétti þeirra sem skilgreindir eru sem meintir þolendur í viðbragðsáætlun okkar til að hafa stjórn á málinu og málalyktum. Við teljum það ekki okkar hlutverk að opinbera slík mál. 
Viðkvæm starfsmannamál koma upp í okkar hópi. Þau eru þá sett í viðeigandi ferli miðað við viðbraðgsáætlanir okkar og getur komið til þess að starfsfólk sé sett í tímabundið leyfi frá störfum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -