Föstudagur 23. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Þögn um skaðleysistryggingu Róberts Wessman

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf hefur ítrekað reynt að ná tali af Jóhannesi Bjarna Björnssyni, lögmanni Róberts Wessman hjá Landslögum lögmannstofu, varðandi skaðleysistryggingu sem honum var boðið vegna hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Mannlíf hefur undanfarna daga fjallað um beina aðkomu og fjárstuðning Róberts vegna málsins frá árinu 2010, þar sem heildarkostnaður er talinn nema vel á annað hundrað milljónum króna. Róbert var aldrei hluthafi í Landsbankanum en það hefur vissulega „andað köldu“ á milli hans og Björgólfs Thors frá árinu 2008 en þá segist Björgólfur Thor hafi verið „nauðbeygður að reka hann úr forstjórastóli Actavis.“ Róbert var þessu ósammála og hafði aðrar skýringar á starfslokunum.

Kjarninn greindi frá því árið 2015, að Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, hafi keypt verðlaus hlutabréf af lífeyrissjóðum fyrir tugi milljóna króna, og þannig tryggt sér 60 prósent hlutabréfa á bakvið hópmálsókn fyrrum hluthafa Landsbankans. Það var hinsvegar Manníf sem greindi fyrst frá því að Róbert hefði haft beina aðkomu að málinu frá upphafi og það staðfesti meðal annars Vilhjálmur Bjarnason í viðtali við fréttastofu í liðinni viku. 

Fyrirspurnir Mannlífs til Jóhannesar Bjarna beinist að því hvort hann og Landslög hafi gert sérstakt samkomulag við Róbert eða tengda aðila um skaðleysi. Slík vernd myndi væntanlega verja Jóhannes Bjarna fyrir mögulegum skaðabótakröfum Björgólfs Thors vegna málsins, ef til þess kæmi. 

Björgólfur Thor hefur sjálfur kallað málatilbúnað Róberts, Árna og Jóhannesar Bjarna rógsherferð í pistli á heimasíðu sinni, sem birt var þegar hópmálsókn var vísað frá dómi í Hæstarétti. 

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn.“

Róbert var þessu ósammála og sagðist sjálfur hafa ákveðið að láta af störfum og vísaði meðal annars til viðskiptasiðferðis í samstarfinu, sem honum líkaði ekki. Þá hafi hann verið „kominn með alveg upp í kok“ af samstarfi við Björgólf. Viðskiptablaðið fjallaði um athugasemdir Róberts vegna starfslokanna. 

Kristján Loftsson vill engu svara um aðkomu Róberts

- Auglýsing -

Mannlíf hefur jafnframt reynt að ná tali af Kristjáni Loftssyni, en hann er einn af þeim sem Róbert hefur fengið til liðs við málið. Eftir frávísun hópmálsóknarinnar, ákvað Kristján með stuðningi Róberts og Landslaga að freista þess að halda áfram með málið í gegnum félögin Vogun hf og Fiskveiðifélagið Venus hf, sem keyptu hlutabréf í Landsbankankanum fyrir hrun. Hlutabréfin urðu verðlaus við fall bankans í fjármálahruninu.

Kristján hefur ekki viljað svara því hvort honum hafi verið boðin skaðleysistrygging, eða hvort hann hafi sjálfur staðið undir einhverjum kostnaði vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -