Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þögnin rofin – Landlæknir svarar spurningum Mannlífs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlífi hefur loks borist svör við spurningum sem sendar voru á Landlæknisembættið þann 5. október síðastliðinn. Spurningarnar sneru að verklagi Landspítalans og landlæknis þegar upp kemur grunur um alvarleg brot starfsmanna spítalans.

Í svarinu er beðist afsökunar á seinagangi landlæknis við að svara.
Hér fyrir neðan eru spurningar Mannlífs og svör Landlæknis:

  1. Hvernig er verklagið hjá Landspítalanum þegar upp kemur grunur um alvarleg brot starfsmanna spítalans?

    „Vinsamlega leita til Landspítala um þeirra verklag.“ [Innskot blaðamanns, blaðamaður hefur reynt árangurslaust að fá svör frá Landspítalanum.]
  2. Þegar starfsmenn eru að vinna við spítalann „undir eftirliti“, hvernig er því eftirliti háttað?
  3. „Þegar um er að ræða heilbrigðisstarfsmann sem t.d. hefur misst starfsleyfi en er í endurhæfingu liggur fyrir í hvaða þáttum starfsmaður þurfi að fá endurmenntun og -þjálfun samkvæmt fyrirliggjandi áætlun þar um. Heilbrigðisstarfsmaður vinnur þá undir handleiðslu, oftast yfirlæknis eða annars sérfræðings. Að auki er hægt að takmarka störf viðkomandi við ákveðna þætti, svo sem að ekki sé unnið beint með sjúklingum o.fl. Ef átt er við eftirlit sem embætti landlæknis hefur með höndum þá ræðst áætlun og fyrirkomulag af hverju tilviki fyrir sig. Til dæmis getur vinnustaðurinn lagt fram tillögur sem embætti landlæknis yfirfer og gerir athugasemdir við eða samþykkir.“

    3. Hvaða skilyrði eru fyrir því að starfsfólk sem hefur misst starfsleyfið, fái það aftur? Hvernig er það ferli? „Fjallað er um endurveitingu starfsleyfis í lögum um landlækni og lýðheilsu:

    17. gr. Endurveiting starfsleyfis.
    [Landlæknir getur] 1) veitt heilbrigðisstarfsmanni, sem sviptur hefur verið starfsleyfi eða hefur afsalað sér því, starfsleyfi að nýju enda hafi viðkomandi sýnt fram á að hann uppfylli skilyrði laga fyrir endurveitingu starfsleyfis og að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. [Landlæknir] 1) getur ákveðið að endurveitt starfsleyfi skuli vera tímabundið eða takmarkað, sbr. 15. gr.Meginatriði þegar kemur að endurveitingu starfsleyfis er að þær ástæður sem leiddu til sviptingar eða afsals eigi ekki lengur við. Ef veikindi voru ástæðan þarf að hafa farið fram árangursrík meðferð en ef fagleg vanhæfni var ástæðan þarf viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður að geta sýnt fram á að endurhæfing og/eða endurmenntun hafi skilað árangri. Þá er almennt endurveitt takmarkað leyfi og eftirlit áfram viðhaft þar til sýnt er að slíks er ekki lengur þörf. Það er síðan vert að taka fram að embættið fylgist vitanlega með afdrifum dómsmála sem varða meint brot heilbrigðisstarfsmanna í starfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -