Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þóra bjó á Ítalíu í upphafi faraldursins: „Þess vegna birgðum við okkur upp núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, heimildarmyndagerðakona og fyrrum forsetaframbjóðandi er afmælisbarn dagsins. Eru nú liðin 47 ár frá fæðingu hennar.

Þóra hóf fjölmiðlaferil sinn árið 1998 en það var í útvarpi. Síðan hún færði sig yfir í sjónvarpið hefur hún verið áberandi og má segja að hún sé eitt af aðal andlitum Ríkisútvarpsins. Hún starfaði sem umsjónarmaður og síðar ritstjóri Kastljóss á RÚV á árunum 2009-2017 en frá árinu 2017 hefur hún verið ritstjóri Kveiks. Þá stjórnaði hún hinum geysivinsæla spurningaþætti Útsvar um árabil á Rúv. Hefur hún hlotoð fjölmargar tilnefningar og verðlaun fyrir fjölmiðlastarf sitt.

Árið 2012 bauð Þóra sig fram til forseta, gegn sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hlaut hún um þriðjung atkvæða en Ólafur um helming.

Sambýlismaður Þóru er Svavar Halldórsson en saman eiga þau þrjú börn en hann á einnig þrjár dætur úr fyrra sambandi.

Árið 2019 tók Þóra ársleyfi frá störfum og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu. Eins og sennilega flestir muna eftir fór Ítalía illa út úr fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins en Þóra var nokkuð róleg en hún skrifaði færslu á Facebook þar sem hún talaði um ástandið. Fréttablaðið sagði svo frá færslunni.

„Sumir vinir mínir hér eru samt alveg að fara á límingunum og telja allt farið úr böndunum. Við erum ekki í þeim hópi – en að því sögðu held ég að það sé samt best að hafa vaðið fyrir neðan sig, þess vegna birgðum við okkur upp núna,“ skrifaði Þóra í færslunni.

- Auglýsing -

Sagði hún fjölskylduna fylgjast vel með fréttunum og voni það besta. „Krökkunum finnst ekki leiðin­legt að fá auka­frí og sonur minn er ein­mitt að fagna því að sleppa við eðlis­fræði­próf sem átti að vera á fimmtu­daginn,“ sagði Þóra létt í bragði.

Mannlíf óskar Þóru til hamingju með afmælið.

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -