Ritstjóri Kveiks, Þóra Arnórsdóttir, hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra til Landsréttar í máli sem tengist Páli Steingrímssyni, skiptstjóra hjá Samherja. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu.
Þóra lagði fram kröfu um að Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Akureyri, Eyþóri Þorbergssyni, staðgengli lögreglustjóra, auk annarra starfsmanna embættisins yrði vikið úr sæti við rannsókn. Um er að ræða rannsókn á meintum lögbrotum fjögurra blaðamanna, vegna gagna úr síma Páls skipstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er krafa Þóru vegna meints vanhæfis saksóknara og embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hafnaði Héraðsdómur kröfunni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðastliðnar vikur hefur enn ekki náðst í Páleyju, lögreglustjóra.