Miðvikudagur 29. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

Þóra Kristín býður sig fram til formanns SÁÁ til að „hrinda í framkvæmd tímabærum breytingum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Eftir áskorun frá fjölmörgum innan samtakanna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í SÁÁ. Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðning til að hrinda í framkvæmd tímabærum breytingum á starfseminni sem ekki er hægt að skorast undan lengur í ljósi síðustu atburða,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upp­lýs­inga­full­trúi Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og bætir við:

„Okkar sameiginlegu hagsmunir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíknivanda og/eða eiga ástvini í þeim sporum, og samfélagsins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkóhólista til betra lífs, með meðferð, endurhæfingu, sálrænum stuðningi og eftirfylgd.“

Hún segir einnig að „SÁÁ er samansafn ólíkra einstaklinga með mjög fjölbreyttan farangur mannlegra breyskleika. Samtökin vilja taka utan um alla, hjálpa öllum. Það má aldrei breytast. Þegar það koma upp erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mannlegri reisn.“

Að mati Þóru Kristínar er „Þetta flókið viðfangsefni vegna þess að við erum öll saman í þessu, karlar, konur og ungmenni, bæði gerendur og þolendur ofbeldisbrota. Eitruð karlmennska og harka er fylgifiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr allskonar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í vítahring og útsett fyrir margskonar ofbeldi og sárindum.

Konur hafa oft veikari félagslega stöðu og minni líkamsburði til að verja sig. En það er til mikils að vinna. Ofneysla áfengis, lyfja og annarra vímuefna er algengasta dánarorsök ungs fólks í dag. Bakvið slys, afbrot, ofbeldi, ótímabæra örorku, geðsjúkdóma, og hræðileg barnaverndarmál, felur þessi sjúkdómur sig oft í bakgrunninum sem orsök eða meðvirkandi þáttur.“

Meðal markmiða Þóru Kristínar er að setja saman sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan vébanda samtakanna í fortíð og framtíð:

- Auglýsing -

„Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína.

SÁÁ eru grasrótarsamtök ólíkra einstaklinga sem hafa borið uppi meðferð alkóhólista og vímuefnasjúklinga áratugum saman. Karlar og konur, fólk úr öllum stéttum samfélagsins, hafa tekið höndum saman í baráttunni og sú samkennd ásamt velvild þjóðarinnar er dýrmætasta eign samtakanna. Samtökin hafa haft ótrúlegan meðbyr í samfélaginu vegna þess ótvíræða árangurs sem hefur náðst. Þar hafa margir einstaklingar lyft grettistaki og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim öllum. Ég bið um ykkar stuðning til að leiða umbótastarfið framundan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -