Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Þóra ósátt og segir börnin sæta aðkasti: Sakar samfélagsmiðla og fjölmiðla um að næra reiðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, neitar að hún beri ábyrgð á reikningi á TikTok, sem skráður var í hennar nafni á samfélagsmiðlinum. Aðgangurinn greip til varna fyrir Bjarna sem hefur verið sakaður um að hafa brotið sóttvarnarlög á Þorláksmessu. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að Bjarni var gómaður af yfirvöldum í Ásmundarsal.

Bjarni heldur fram að hann hafi aðeins verið á svæðinu í korter en heimildarmaður Vísis sagði að Bjarni hefði tekið þátt í grímulausu svallinu í um 45 mínútur. Bjarni ætlar ekki að segja af sér og nýtur hann bæði stuðnings Katrínu Jakobsdóttur og Sigurður Inga Jóhannssonar. Lögreglan hefur ekki látið uppi hvort veisluhöldin í Ásmundarsal verði rannsökuð frekar. Aftur á móti hafa yfirvöld greint frá því að sá laganna vörður sem greindi frá því í dagbók lögreglunnar að ráðherra hefði verið á svæðinu fái skammir í hattinn.

Hringbraut fjallaði um að á TikTok hefði kona að nafni Laufey Ebba birt myndskeið þar sem Bjarni var dreginn sundur og saman í háði. Aðgangur undir heitinu „Burstatennur“ skrifaði athugasemdir við myndskeið Laufeyjar og sagði meðal annars:

„Ef þið höfðuð ekki seð að bjarni var þarna hefðu þið aldrei pælt i þessu, en því að það kom frétt að hann hafi verið þarna þá tjúllast allir“ og: „en perfect tækifæri að trasha bb, fyrir að fara í Ásmundarsal þar sem voru 25 manns. en samt ma vera a sama stað i bænum þar sem eru 3 þúsund manns“.

Laufey kannaði aðganginn betur og sá að tölvupóstnetfang sem nýtt var til að búa til aðganginn var skráð undir nafni Þóru, eiginkonu Bjarna. Þóra hefur nú birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hún sver af sér aðganginn. Kveðst Þóra hvorki kannast við aðganginn né skoðanirnar sem þar birtust, áður en reikningnum var eytt.

„Satt best að segja bjóst ég ekki við að margir trúðu því að ég væri orðin samfélagsmiðlastjarna, en nú eftir að nokkrir fjölmiðlar skrifa fréttir um þessa vitleysu finnst mér rétt að koma því rétta á framfæri. Steininn tók úr þegar Bjarni var spurður um málið á RÚV í gærkvöldi, en hann hafði aðeins lauslega heyrt af þessu frá dóttur okkar,“ segir Þóra og bætir við að ekkert réttlæti „auðkennaþjófnað og ósannindi á samfélags- og fjölmiðlum.“

- Auglýsing -

Þá segir Þóra að hún fagni nú hátíð ljóss og friðar, hátíð kærleikans.

„Þegar beinlínis er gert út á reiði fólks í mínu nafni og fjölskyldu minni og börnum valdið ónæði get ég ekki annað en sagt hingað og ekki lengra,“ segir Þóra og endar yfirlýsingu sína á þessum orðum:

„Verum góð við hvert annað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -