Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Þóranna ekkja með tvö ung börn eftir að maðurinn var myrtur: „Núna þá kvíði ég fyrir öllum kvöldum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þóranna Helga Gunnarsdóttir, unnusta Armando Bequiri, bar í dag vitni fyrir dómi en hún var heima við í Rauðagerði þegar Armando var myrtur þann 13. febrúar síðastliðinn. DV segir frá vitnisburðinum.

Frásögnin tók á Þórönnu

Frásögnin tók mikið á Þórönnu en rödd hennar brast annað slagið í réttarsalnum. Hún sagðist hafa farið inn með son sinn til að svæfa hann en sofnað með honum. Hún hafi svo vaknað rétt fyrir klukkan 23 og fattað að hún ætti eftir að setja föt í þurrkarann. Hún hafi því sent Armando skilaboð og beðið hann að taka úr þurrkaranum þegar hann kæmi heim. Svaraði hann með orðunum „ekkert stress,“ og lofaði að gera það.

Vaknaði við skarkala

Hún hafi svo vaknað síðar um kvöldið við smá skarkala, en lýsti því þannig að þetta hafi hljómað „að mér finnst meira eins og einhver hafi dottið á hurðina í bílskúrnum svo ég hugsa bara – Ok Armando er kominn heim.“ Sagði hún að þetta væri ekkert óðlilegt því Armando átti það til að læðast þegar hann kæmi seint heim. Eilitlum tíma síðar kom nágranni hennar hlaupandi upp stigann hjá henni og sagði henni að hringja í sjúkrabíl. Á meðan Þóranna hringdi náði hún að koma sér í slopp, grípa son sinn og koma sér út. Þegar hún kom út sá hún að það var verið að reyna að endurlífga Armando, „þá sé ég þegar ég er kominn út að strákarnir eru við Armando.“ Fjórum mínútum síðar var sjúkrabíllinn kominn. Í fyrstu töldu viðbragðsaðilar að um stunguárás væri að ræða en það var ekki fyrr en lögreglan fann skothylki á staðnum að Þóranna vissi að um skotárás væri að ræða.

Ein með tvo ung börn

- Auglýsing -

Aðspurð um það hvernig henni liði í dag sagði hún að þetta væru alls ekki þær aðstæður sem hún hefði kosið, hún hafi verið ólétt þegar Armando dó en nú sé hún ein með tvö börn undir tveggja ára aldurinn, „þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei valið mér, og hvað þá að eignast tvö börn undir tveggja ára og vera ein. Núna þá kvíði ég fyrir öllum kvöldum því þau fara að sofa á sitt hvorum tíma sem er erfitt því þau þurfa bæði mömmu sína.“ Þá sagði hún að morðið og umfjöllun fjölmiðla um málið hefði tekið mjög á hana. Hún hafi einnig þurft að selja bíl Armando og hafi reynt að selja íbúð hans án árangurs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -