Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þórdís kvartar yfir „partý“ í Laugardalshöll en leyfði sjálf unglingapartý heima í trássi við lög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Bráðsmitandi heimsfaraldur í gangi og þúsundum manna er stefnt á sama stað þar sem skipst er á stólum, andað að sér sama loftinu, sömu hjúkkurnar að sprauta á færibandi. Engir tveir metrar á milli,“ skrifar Þór­dís Björk Sig­urþórs­dótt­ir, íbúi í Hafnarfirði, um aðstæður við bólusetningu fólks.

Þórdís komst í fréttirnar seint á síðasta ári vegna óánægju sinnar vegna vinnubragða lögreglunnar. Forsaga málsins er sú að lögregla kom á heimili Þórdísar á föstudagskvöldi í nóvember mánuði síðastliðnum, vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum.

Að sögn Þórdísar fékk sonur hennar, sem er nemandi Verzlunarskólans, að bjóða nokkrum samnemendum sínum heim vegna stafrænnar kvöldvöku á vegum nemendafélags skólans.

„Ég er að taka til og ganga frá, krakkarnir eru svona að tygja sig út en þá sé ég lögreglubíl og tveir lögreglumenn koma og banka upp á. Þeir vildu fá að vita hvað ég héti og gæfi upp kennitölu og nafn. Ég sagði að ég vildi ekki gera það, enda skil ég ekki að lögregla geti bara komið heim til þín og krafist þess að þú gefir henni upp nafn og kennitölu. Þar fyrir utan geta þeir alveg komist að því hver býr í húsinu sem þeir eru að banka upp á,“ sagði Þórdís í samtali við Síðdegisútvarpi Rásar 2.

Hún segist ekki hafa viljað hleypa lögreglunni inn til sín til þess að telja hve margir væru þar, en tjáði þeim að allt væri innan leyfilegra marka.

Í samtali við mbl.is sagðist Þórdís þó ekki viss um hve margir hefðu verið inni hjá henni, þeir hefðu verið eitthvað um tíu. En samkvæmt þáverandi reglugerð yfirvalda máttu ekki fleiri en tíu manns koma saman.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu lögreglunnar vegna málsins kom fram að húsráðandi hafi verið lítt samvinnuþýður og hreytt fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi.

Varðstjórinn var kallaður til auk annars lögreglumanns og sagðist Þórdís þá hafa stigið út til að ræða við lögregluna.

Samkvæmt Þórdís reyndi varðstjórinn að gægjast inn til hennar til að reyna telja fjölda ungmenna í húsinu inn um gluggann hjá henni og á einum tímapunkti hafi hann staðið fyrir henni svo hún komst ekki inn í húsið sitt aftur.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu lögreglu kom jafn framt fram að tilkynning hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu.

Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið á meðan á samræðum við húseigandann átti sér stað og þau öll verið grímulaus.

Lögreglan sagði meintar gluggagægjur hafi verið þannig að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr.

Augljóst er að frásögn Þórdísar er í litlu samræmi við yfirlýsingu lögreglu.

Nú tjáir Þórdís Björk sig um skipulagningu bólusetningar í Laugardalshöll á Facebook síðu sinni og undrar sig að þúsundum manna sé stefnt á sama stað í bólusetningu en svo megi ekki fleiri en 20 manns koma saman í kirkju.

Þórdís Björk skrifar nú um ástandið við að bólusetja fólk.

„Myndi þetta vera gert í stórhættulegum heimsfaraldri? Og skipuleggjendur eru þeir sömu og banna fleirum en 20 að koma saman í kirkju, jarðarförum, fermingum o.fl.. Og banna enn þá, 18 ára og yngri, að heimsækja ömmu og afa á elliheimili sem fyrir löngu er búið að bólusetja. Og þarna mætir fólk sem er búið að loka sig inni í marga mánuði af hræðslu við veiruna“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -