Sunnudagur 29. janúar, 2023
0.1 C
Reykjavik

Þórdís Lóa útilokar Sjálfstæðisflokk: „Þetta bandalag er augljós kostur og við leitum ekki annað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir að „eftir kosningar hefur eðlilega verið mikill áhugi á því hver verður við stjórnvölinn í Ráðhúsinu næstu fjögur árin,“ og bætir þessum tíðindum við færslu sína:

„Eins og þekkt er fórum við í Viðreisn í bandalag með Pírötum og Samfylkingu fljótlega eftir kosningar, hvað varðar meirihlutaviðræður. Í því bandalagi erum við af heilum hug. Það er alveg skýrt og við leitum ekki annað.“

Segir svo:

„Auk þess að hafa starfað með þessum flokkum undanfarin fjögur ár, er þetta bandalag augljós kostur þegar skoðaðar eru málefnaáherslur Viðreisnar í kosningabaráttunni; sérstaklega hvað varðar skipulags-, samgöngu- og loftslagsmál. Þetta verða helstu og mikilvægustu viðfangsefni næstu fjögurra ára og mikilvægt að vanda þar til verka.“

Í lokin nefnir Þórdís Lóa að „við viljum því láta á þetta bandalag reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum, sem setti Samgöngusáttmála og uppbyggingu íbúða einnig á oddinn. Með þessum fjórum flokkum næðist starfhæfur og öflugur meirihluti að okkar mati.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -