Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þórður Snær eftir dóminn: „Ég er í spennufalli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórði Snæ Júlíussyni var eðlilega létt er dómur féll rétt áðan í máli hans og Arnars Þórs Ingólfssonar blaðamanni Heimildarinnar; Þórður Snær og Arnar Þór höfðu betur í meiðyrðamáli gegn Páli Vilhjálmssyni framhaldsskólakennara.

Mannlíf var í dómssal og náði tali af Þórði Snæ rétt eftir að úrskurður féll.

Hvernig líður þér eftir dóminn?

„Ég er í spennufalli. Það er óhætt að segja það. Að því sögðu er þetta engin sérstök ánægjutilfinning; það er ekki sjálfsagt fyrir blaðamenn að fara í svona vegferð. Við hugsuðum og ræddum mikið um þetta, en okkar niðurstaða var sú að við gætum ekki setið undir orpum hans gegn okkur; þetta er maðurinn sem er alltaf að fá pláss í meginstraumsfjölmiðlum, eins og samsæriskenningar hans séu eðlileg þjóðmálaumræða, og fullyrðir að við séum glæpamenn sem fremjum alvarleg brot án þess að nokkur fótur sé fyrir því.“

Er þetta áfellisdómur fyrir aðra miðla?

„Ég ætla ekki að segja það alveg. En mér finnst til dæmis Morgunblaðið hafa farið með þetta mjög langt – með því að vitna í skrif Páls hvað eftir annað; með því gefur Morgunblaðið Páli ákveðið vægi; að orð hans séu hluti af venjulegri og þarfri þjóðmálaumræðu, sem þetta er alls ekki. Þá fannst mér það ekki eðlilegt að hann fengi inni í einum vinsælasta morgunþætti þjóðarinnar, á Bylgjunni, þar sem hann fékk að viðra þessar samsæriskenningar sínar.

- Auglýsing -

Páll fór langt yfir strikið í öllum málflutningi sínum, og niðurstaðan er ljós – og henni fögnum við að sjálfsögðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -