2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þörf fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga

Kannanir hafa sýnt fram á stöðugan skort á hjúkrunarfræðingum á Íslandi. Aðeins 69% þeirra eru félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og um það bil þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við annað en hjúkrun.

Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga (98%) eru konur og starfa um 94% þeirra á opinberum vinnumarkaði. Um 13% hjúkrunarfræðinga geta hafið töku lífeyris á næstu árum.

Niðurstaða könnunar á mönnun í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum á Íslandi sýnir að 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga, eða 290 hjúkrunarfræðingar, vantar nú til starfa til að manna fjármögnuð stöðugildi hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum.

Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Samkvæmt mati framkvæmdastjóra hjúkrunar og hjúkrunarforstjóra vantar allt að 405 stöðugildi, eða 523 hjúkrunarfræðinga til starfa.

Ár hvert hefja að meðaltali 146 nemendur nám í hjúkrunarfræði og útskrifast að meðaltali 120 þeirra fjórum árum síðar. Brottfall nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi var að meðaltali 15% á árunum 2012­-2016. Að meðaltali hefja því 102 hjúkrunarfræðingar í 72 stöðugildum störf eftir útskrift ár hvert sé tekið mið af meðalstarfshlutfalli.

AUGLÝSING


Spá um mönnun í hjúkrun á árunum 2017­-2021 sýnir að áfram mun vanta um 420 hjúkrunarfræðinga til starfa á næstu árum enda haldi nýliðun í hjúkrun rétt í við þann fjölda sem hefur töku lífeyris á næstu árum. Hér er ekki tekið tillit til þátta á borð við fjölgun á hjúkrunarrýmum eða annarra breytinga sem gætu aukið þörf fyrir fjölgun hjúkrunarfræðinga enn frekar.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is