Þorgerður María Þorbjarnardóttir er nemi í Englandi. Hún er búsett á heimavist í Cambridge og eru nemendur þar komnir í sóttkví. Þá sé sóttkví tíu dagar en Þorgerður er bólusett. Breskar reglur kveði á um að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilviki eins og þessu.
Slakað var á reglum á Englandi í sumar vegna faraldursins en þá var það tekið fram að fullbólusettir þyrftu ekki lengur að fara í sóttkví.
Einn íbúi heimavistarinnar þar sem Þorgerður býr greindist smitaður síðastliðinn sunnudag. Þá var gripið til þeirra aðgerða að svo gott sem heill stigagangur var settur í sóttkví, bólusettir eða ekki. Eina manneskjan sem hafi sloppið við sóttkvína sé bresk stúlka en hún var bólusett í heimalandi sínu.
Þorgerður segir stúlkuna fara í búð fyrir allan stigaganginn en samt sem áður sé hún jafn útsett fyrir smiti og aðrir.
Þorgerður sem er bólusett með Jansen fékk örvunarskammt í ágúst. Þá segist hún hafa tekið upp á því sjálf að fara í sóttkví eftir að skólafélaginn reyndist smitaður.
Þorgerður og aðrir á vistinni hafa fengið misvísandi skilaboð í kjölfar smitsins en starfsfólk sem gerði á þeim hraðpróf mun hafa sagt að þau þyrftu ekki sóttkví.
Á mánudaginn fengu þau skilaboð frá smitrakningarteymi um að þau þyrftu að fara í sóttkví.
Þegar Þorgerður ætlaði að fylla út skjal sem segir til um bólsetningu var aðeins hægt að haka við Bretland, en Þorgerður var bólusett á Íslandi.
Niðurstaðan var því sóttkví í tíu daga. Brot á sóttkvarnarlögum á Englandi getur varðað sekt frá tæplega tvö hundruð þúsund til tæplega tveggja milljóna króna.
Viðtal Þorgerðar má sjá í heild sinni á Vísi