Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Þorgerður:„Nema hann telji konur best geymdar bak við eldavélina líkt og forveri hans sagði forðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir á Facebook-síðu sinni að hún eigi „það stundum til að hækka róminn enda brýndi pabbi það fyrir mér að tala hátt og skýrt.“

Bætir við:

„Ekki vera feimin við það sem verið er að segja, sér í lagi ef málið er brýnt og á erindi við fólk, sagði karlinn hann pabbi. Og það fannst mér í dag þegar ég spurði formann Framsóknarflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum um plan ríkisstjórnarinnar gagnvart verðbólgunni.“

Hún nefnir að „margítrekað hefur verið bent á agaleysi ríkisstjórnar í ríkisfjármálum þannig að eftir standa Seðlabankastjóri og aðilar vinnumarkaðarins dálítið einir í vörninni gegn verðbólgu. Svörin voru rýr og frekar til þess fallin að ýta undir gagnrýni um aðgerðarleysi ríkisstjórnar en hitt.“

Þorgerður Katrín segir að „í raun voru einu svör formanns Framsóknar að ég hækki róminn of mikið! Svei mér gott að hann sitji ekki hjá mér á landsleikjum! Nema hann telji konur best geymdar bak við eldavélina líkt og forveri hans sagði forðum. Alla vega svörin voru rýr fyrir fólkið og fjölskyldur landsins á þessum verðbólgu- og þenslutímum.“

Segir einnig:

- Auglýsing -

„Það gilti þó ekki um aðra ráðherra sem ég spurði líka í dag í undirbúnum fyrirspurnum um önnur efni. Rafræn skilríki fyrir fatlað fólk eru í farvatninu og félagsmálaraðherra með augun á boltanum þótt gagnrýna megi að ekki hafi verið gert ráð fyrir aðgengi allra að rafrænum skilríkjum frá upphafi. En skilningur, metnaður og vilji ráðherra er sannanlega til staðar. Það er gott.“

Þorgerður Katrín færir í tal að „matvælaráðherra var ekki tilbúinn með úrræði til að lækka tolla og gjöld svo matarkarfan geti orðið ódýrari þrátt fyrir að ég hafi lagt þessa fyrirspurn fram um aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu fyrir 5 mánuðum síðan.

Ráðherra sagðist þó vera að skoða að stærstu framleiðendur landbúnaðarvara gætu ekki boðið í tollkvóta gagngert til að koma í veg fyrir að neytendur fái ábatann, af þó þeim litlu tollkvótum sem eru fyrir. Þetta þarf ekki að vera svona og ráðherra gerir sér grein fyrir því.“

- Auglýsing -

Heldur áfram:

„Hefði auðvitað kosið aðgerðir strax af hálfu stjórnvalda svo verð á matarkörfunni geti lækkað en þarna var vonartýra. Alveg eins og þegar fjármálaráðherra sagðist um daginn vera reiðubúinn til að rýmka fyrir tollum og gjöldum á landbúnaðarafurðum gegn beingreiðslum til bænda. Líkt og gert var með grænmetið á sínum tíma. Trúa á samkeppni, frábærar íslenskar landbúnaðarvörur og frelsi. Það er hyggilegt að gera og öllum til hagsbóta, bændum sem neytendum.“

Hún segir að „áframhald af núverandi íhaldsmennsku og úreltu kerfi í landbúnaði er engum til góðs. Þriðju fyrirspurnina um aðgengi fatlaðra að háskólanámi lagði ég einnig fram fyrir margt löngu síðan. Háskólaráðherra hefur nýtt tímann vel og kom vel undirbúinn. Tækifæri fatlaðs fólks eru of fá og hamlandi en lítið hefur verið gert eftir að starfstengt diplomanám fyrir fólk með þroskahömlun hófst í Háskóla Íslands haustið 2007. Þessu ætlar ráðherra nú að breyta og er það mikið fagnaðarefni því nú hefur formlegt skref verið stigið til að auka framboð háskólanáms fyrir fólk með þroskahömlun.

Er ætlunin að virkja betur samvinnu háskóla og þau tækifæri sem hægt er að bjóða þessum hópi fólks. Einnig er ætlun að endurskoða reiknilíkanið og byggja inn hvata fyrir háskóla til að opna dyr sínar.“

Segir að endingu:

„Þetta gerir ráðherra innan síns fjárhagsramma en með því að forgangsraða. Hér eiga Landssamtökin Þroskahjálp stóran hlut að máli með því að halda öllum við efnið. Vel gert öll. Þegar þetta eru svörin þá getur verið gaman í þinginu þótt leyndarhyggja ríkisstjórnarflokkanna vegna skýrslu ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hafi sett dökk blett á daginn.

Ekki að þau makalausu vinnubrögð komi samt á óvart hjá flokkum sem eru vanir að geta troðið skýrslum undir stól; og komast upp með það. En það er rétt að draga fram það sem vel er gert. Og gott að finna metnað hjá ráðherrum fyrir sínum málaflokki. Þótt gamalkunnar og framsóknarlegar hrútskýringar hafi flotið inn á milli!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -