Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þorgrímur dró sig úr símaskránni: „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn geðþekki rithöfundur og fyrirlesari Þorgrímur Þráinsson var gestur Sigmundar Ernis í þættinum Mannamál á Hringbraut í gær. Í viðtalinu kemur Þorgrímur inn á ýmislegt áhugavert úr ferli sínum. Meðal annars er hann tók þátt í miklu átaki gegn reykingum fyrir nokkrum áratugum síðan.

Þorgrímur fyrir framan sköpunarverk sitt

Fram kemur í viðtalinu að í kjölfar átaksins fór Þorgrímur að finna fyrir áreiti frá fólki. „Auðvitað móðguðust mjög margir reykingamenn við þennan áróður sem auglýsingastofan átti bara heiður af ásamt okkur öllum og ég náttúrulega lenti í bölvuðu basli bara,“ segir hann og kemur svo með dæmi.

„Ég fór að skemmta mér og það var ráðist á mig og ég fékk hótunarbréf heim til mín. Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað og ég tók mig úr símaskránni.“

Þá fór að bera á því að bækur Þorgrím seldur verr en áður. „Ég meina, ég var að  móðga stóran hluta þjóðarinnar með áróðri gegn reykingum og af hverju ætti fólk að fara út í búð og kaupa bækur eftir mig. Þannig ég ákvað bara að fórna mínum rithöfundaferli tímabundið og gera gagn í samfélaginu.“

Þorgrímur bætti svo við að hann væri enn stoltur af þátttöku sinni í baráttunni gegn reykingum. „Ég er bara mjög stoltur af þessu og meira að segja enn í dag þegar ég mæti einhvers staðar fólki sem er að reykja þá yfirleitt tekur það sígarettuna fyrir aftan bak, ég er ekki að grínast, eins og það komi mér eitthvað við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -