Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þórhallur miðill dæmdur fyrir nauðgun: „Góðverkin í þessu lífi eru uppskeran í því næsta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 5. júní staðfesti Landsréttur átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þórhalli Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn rúmlega tvítugum karlmanni. Þórhallur áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur nú staðfest dóm Landsréttar.

Þórhallur var sakfelldur fyrir nauðgun, eftir að hafa brotið gegn manninum árið 2010 með því að hafa fróað manninum án hans samþykkis. Maðurinn lá á nuddbekk hjá Þórhalli sem var þá að meðhöndla hann sem heilari vegna bakverkja sem brotaþoli þjáðist af. Mannlíf fjallaði ítarlega um brot Þórhalls þann 14. júní 2020.

Þar kom fram að maðurinn kærði Þórhall sex árum seinna. Þórhallur neitaði sök, en dómara þótti það rýra trúverðugleika ákærða að misræmi var í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi varðandi málsatvik. Framburður brotaþola var hins vegar að mati dómara mjög trúverðugur, og studdur frásögnum vitna, bæði fjölskyldumeðlima, vina og sérfræðinga.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness 18. desember 2018 og staðfestur fyrir Landsrétti og nú aftur fyrir Hæstarétti sem sagði að dómurinn skyldi standa óhaggaður.

Við ákvörðun refsingar var horft til þess að Þórhallur hafði ekki áður sætt refsingu. Einnig var tekið tillit til tafar á málsmeðferðinni.

Þórhallur var jafnframt dæmdur til að greiða manninum 1.2 milljón króna í miskabætur. Í niðurstöðu dóms Hæstaréttar segir:

- Auglýsing -

„Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en einkaréttarkröfu A. Ákærði, Þórhallur Guðmundsson, greiði A 1.200.000 krónur, með vöxtum. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 1.307.898 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar lögmanns, 824.600 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ingvars Þóroddssonar lögmanns, 353.400 krónur, auk útlagðs kostnaðar hans, 59.910 krónur.“

Hver er Þórhallur miðill?

Mannlíf fjallaði eins og áður segir ítarlega um níðingsverk Þórhalls í júní 2020. Þar sagði:

Þórhallur Guðmundsson fæddist 4. febrúar 1961 í Reykjavík og uppalinn í Laugarneshverfi og Vogahverfi. Þórhallur vann í Verslunarbankanum þar til hann var lagður niður árið 1990 og sneri sér þá alfarið að miðilsstörfum.

- Auglýsing -

Í viðtölum hefur hann sagt miðilshæfileikana meðfædda, en eftir setu á bænafundum og heimsókn í Sálarrannsóknafélag Íslands hafi mótast „ákveðnir hlutir og maður sá hvert förinni var heitið,“ eins og hann sagði í viðtali við Feyki 14. júní árið 2017.

Þórhallur starfaði með Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar. Þórhallur starfaði í útvarpi og sjónvarpi í nærri tvo áratugi. Á Bylgjunni og Stöð 2 var hann með sjónvarpsþáttinn Lífsaugað, sem flutti yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006, en hætti í maí 2008.

Þættirnir voru endurvaktir í sjónvarpi árið 2009 á SkjáEinum, en í þeim annaðist Þórhallur svokallaðar skyggnilýsingar fyrir áhorfendur í sal, og í því fólst meðal annars að hafa samband við framliðna.

Í áðurnefndu viðtali í Feyki fyrir þremur árum voru lokaorð Þórhalls:

„Þegar maður deyr er spurt hvað maður lætur mikið eftir sig, en englarnir munu spyrja:

Hvað hefur hann sent mörg góðverk á undan sér? Góðverkin í þessu lífi eru uppskeran í því næsta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -