Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Þorleifur beitir og herðir fisk: „Maður er eins og síðasti móhíkaninn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Harðfiskverkunin er fyrst og fremst mér til skemmtunar. Ég hef gaman af þessu og kannski er smá peningur í þessu líka en það er ekkert sem skiptir sköpum,“ segir Þorleifur Sigurvinsson, harðfiskverkandi á Suðureyri, þegar Mannlíf ræddi við hann á ferð um  Vestfirði.

Þorleifur starfar við beitningu á Hrefnu ÍS 267 að aðalstarfi en fæst við harðfiskverkunina meðfram beitningunni. Fátítt er orðið að lína bátanna sé beitt í landi enda flestir komnir með vélar um borð sem beita línuna um leið og hún er lögð.

„Maður er eins og síðasti móhíkaninn að beita ennþá í skúr. En þetta gengur vel og báturinn fiskar vonum framar. Fiskiríið hérna hefur verið öllum vonum framar. Sannkallaður landburður af fiski. Þeir hafa helst verið að fá þorskinn á síldina en svo fer sladdinn að sýna sig hvað úr hverju. Steinbíturinn verður orðinn uppistaða aflans upp úr næstu mánaðarmótum ef að líkum lætur.“

Hann segist hafa fengist við harðfiskverkunina bara allra síðustu ár og fá ákveðna lífsfyllingu út úr því.

„Ég byggði hjallinn 2015 og síðan hef ég verið í þessu. Það selst mikið af þessu á sumrin, ferðafólkið kaupir töluvert af harðfiski og gaman að hitta allt þetta fólk. Svo er auðvitað ákveðin grimmd í kringum þorrablótin, þá þurfa allir harðfisk.

En mest gaman er að hitta ferðafólkið og spjalla við það meðan kaupin ganga fyrir sig beint úr hjallinum.“ segir Þorleifur þar sem hann færir til harðfiskrár í hjallinum sínum með Sigurvini syni sínum.

- Auglýsing -

Allt verður að vera klárt áður en steinbíturinn fyllir allar rár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -