Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Þorleifur brotnaði saman eftir systurmissi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þorleif Örn Arnarsson leikstjóri ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og sorgina vegna systurmissis.

Þorleifur er fæddur sama mánaðardag og elsta systir hans, Guðrún Helga. Þau voru náin þó svo það væru 15 ár á milli þeirra. Guðrún Helga greindist með krabbamein árið 1993.
„Hún virtist hafa jafnað sig þar til fimm árum seinna þegar meinvörp fundust í lifrinni. Hún tókst á við veikindin af svo ótrúlegum krafti og æðruleysi. Bæði breytti hún lífi sínu gagngert og fór strax að hjálpa öðrum. Hún var einn af stofnendum Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein. Þetta var á sama tíma og ég var að byrja á gagngerri endurskoðun á eigin lífi og það að fylgjast með henni takast á við veikindi sín hjálpaði mér að skilja samhengi þess að takast á við eigin erfiðleika með því að starfa fyrir aðra og með öðrum. Hugrekki hennar og trú var mér og öðrum innblástur þó svo að krabbameinið hafi náð yfirhöndinni að lokum. Hún dó kvöldið sem ég frumsýndi síðasta verkið mitt í nemendaleikhúsi LHÍ. Ég gisti uppi á spítala nóttina áður en hún dó, svo frumsýndum við og í stað þess að fagna því með samnemendum mínum fór ég upp á spítala til þess að kveðja hana.“

Lagið „Smile“ er spilað á kaffihúsinu.

Smile tho’ your heart is aching
Smile even tho’ it’s breaking

Þorleifur Örn horfir upp í loftið. Það er augljóst að það reynir á að tala um systurmissinn.
„Þetta var erfiður tími en líka lærdómsríkur. Þetta var svo stór lexía. Guðrún Helga var mjög ung kona í blóma lífsins og þau hjónin áttu son og voru nýbúin að ættleiða litla stelpu. En hvernig hún hafði tekist á við sjúkdóminn og hversu stórt skarð hún skyldi eftir sig sýndi mér svo skýrt að við verðum að fara vel með þann tíma sem okkur er gefinn.“

Fljótlega eftir jarðarförina fór Þorleifur Örn til Los Angeles þar sem hann dvaldi hjá vini sínum, Þorvaldi heitnum Þorsteinssyni leikskáldi. „Þar brotnaði ég alveg saman. Líklegast hefði ég ekki getað valið fallegri manneskju en Þorvald til að fara í gegnum þetta ferli með. Þorvaldur var svo ótrúlega djúpvitur maður og hann hjálpaði mér að vinna úr þessu áfalli og að setja það í samhengi við mitt eigið ferðalag, bæði sem manneskju en ekki síður sem listamann. Við Þorvaldur töluðum saman og grétum og hlógum til skiptis. Ég var hjá honum í tvær vikur og fékk á þeim tíma möguleika á því að byrja raunverulegt sorgarferli.“

- Auglýsing -

If you smile
Thro’ your fear and sorrow
Smile and maybe tomorrow
You’ll see the sun come shin-ing thro’ for you

„Ég sest reglulega niður og tala við Guðrúnu Helgu, systur mína. Ég aðhyllist ekki trúarbrögð sem slík en ég hef djúpa trú á tilgang lífsins og krafti andans.“

Lestu viðtalið við Þorleif í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -