Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þorleifur Jóhannsson er látinn – Hitaði upp fyrir Kinks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorleifur Jóhannsson, húsgagnasmíðameistari og trommuleikari, er látinn eftir skamma baráttu við krabbamein. Hann lést á Þorláksmessu og var 69 ára. Akureyri.net greinir frá þessu en þar bjó hann lengst af.

Þorleifur kenndi smíðar í Verkmenntaskólanum á Akureyri í seinni tíð en hann er helst þekktur á sviði tónlistar. Hann var oft kallaður Leibbi trommari en það hljóðfæri átti hug hans og hjarta.

Ekki  er ólíklegt að það hafi verið ákveðinn hápunktur á ferli hans þegar hann, ásamt hljómsveitinni Bravó eða Bravó-bítlunum, hitaði upp fyrir bresku hljómsveitina Kinks á átta tónleikum í Austurbæjarbíói í Reykjavík árið 1965. Þá voru strákarnir í Bravó 13 og 14 ára.

Síðar lék Þorleifur með Hljómsveit Ingimars Eydal, Hljómsveit Finns Eydal og Hljómsveit Ingu Eydal, svo nokkrar séu nefndar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -