2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þorrablót með öllu tilheyrandi

Bryggjan brugghús heldur heljarinnar þorrablót með öllu tilheyrandi.

Á þorrablóti Bryggjunnar brugghúss verður boðið upp á glæsilegt hlaðborð með súrmeti, lambalæri, hangikjöti, síld og gómsætu meðlæti. Glæsileg skemmtidagsdagskrá setur punktinn yfir i-ið.

Það er hin bráðfyndna Saga Garðarsdóttir sem fer með veislustjórn á þorrablótinu þann 26. janúar en Anna Svava Knútsdóttir verður svo veislustjóri þann 8. og 9. febrúar. Þá er það Helgi Björnsson sem heldur uppi stuðinu ásamt hljómsveit.

Þeir sem halda hátíðlega upp á bóndadaginn geta svo skellt sér í nýja matar- og bjórskóla Bryggjunnar brugghúss sem haldinn er alla fimmtudaga. Hægt er að kaupa gjafabréf í skólann og þeir bændur sem fá slíkt gjafabréf fá að auki bjórglas merkt Bryggjunni brugghús. Tilvalin bóndadagsgjöf í upphafi þorranns.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is