Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þorsteinn missti mann í sjóinn: „Hugsaði með mér að ef ég næði honum ekki þá hætti ég á sjó“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Vilhelmsson stalst ungur niður á bryggju á Akureyri og horfði á bátana og skipin. Sjómennskan heillaði og 16 ára gamall fór hann á sjóinn fyrir alvöru. Hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil, er einn af stofnendum Samherja en seldi svo sinn hlut í félaginu mörgum árum síðar eftir að upp úr sauð. Einir mestu erfiðleikar sem Þorsteinn hefur upplifað tengjast fjárfestingarfyrirtækinu Atorku sem hann átti stóran hlut í, en það fór illa eftir hrunið. „Ég hef kannski verið stoltari af því, af því að það var ekki allt lánsfé eins og hjá sumum. Og ég tapaði því öllu.“ Þorsteinn er í helgarviðtali Mannlífs og hér birtist brot úr því:

Þorsteinn minnist alvarlegs atviks í einum túrnum.

„Ég lenti einu sinni í því að ég missti mann í sjóinn,“ segir hann, en hann var þá stýrimaður en að leysa af sem skipstjóri á Harðbak. „Hann flæktist í bakstroffu, en það var lán í óláni að við náðum honum aftur. Það var komið haust, það var myrkur en tunglsljós og það var algjörlega ládauður sjór og hann var nokkuð heitur miðað við það sem getur verið, eða sex til átta gráður.

Ég kallaði niður í borðsal eftir hjálp og það komu allir upp til viðbótar. Ég sá hann í ljóskastaranum og var búinn að taka hringinn á fullu og um leið og maður var búinn að taka hringinn þá stoppaði maður. Að sjá hann í ljóskastaranum og sjá síðan það sem var svo aðdáunarvert; hann var nýbúinn að horfa á einhverja mynd – svona eru oft tilviljanirnar því Slysavarnaskóli sjómanna var ekki kominn til sögunnar – um hvernig menn ættu að haga sér ef þeir dyttu í sjóinn og það var alls ekki að synda á eftir skipinu – eyða ekki orku og reyna að troða marvaðann – þannig að hann lá svolítið á bakinu. Hann var í gúmmíbuxum, stígvélum og öllu saman.“ Flotgallarnir voru ekki komnir þá. „Hefði hann verið í öryggisbelti í línu þá hefði hann sennilega klippst í sundur. Ég hef alltaf dáðst að honum hvað hann var rosalega yfirvegaður.“

Og manninum var bjargað upp úr sjónum.

„Það var bara stýrt hart í borð og beint á hann og við náðum honum. Maðurinn var mikið slasaður á öðrum fætinum og það endaði með því að fóturinn var tekinn af honum við hné.

- Auglýsing -

Þetta var svo fljótt að ske og það var svo margt sem fór í gegnum hausinn á manni. Ég hugsaði með mér að ef ég næði honum ekki þá hætti ég á sjó.“

Þetta var erfið reynsla fyrir Þorstein. „Að öðru leyti held ég að ég geti talist farsæll.“

Hér má horfa á viðtalið: Þorsteinn Vilhelmsson í Mannlífinu: Svik, háski, lyginn bankastjóri og saga aflaskipstjóra Samherja

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -