Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Þorsteinn um krónuna: „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki kröfur sem við gerum til gjaldmiðla“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra; segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps á Íslandi er valdi skekkju í hagkerfinu.

Þorsteinn segir í pistli á Eyjunni það alvarlega í stöðunni nú vera þá staðreynd að vextir á Íslandi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í nágrannalöndum til að vinna á álíka verðbólgu; Þorsteinn segir að það vilji ríkisstjórnin alls ekki ræða.

Þorsteinn var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði meðal annars:

„Þetta er stærsta skekkjan í þjóðarbúskapnum; þegar það verða skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað mikið að,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn vill meina að þessi skekkja sé tilkomin þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái einungis til þröngs hóps í samfélaginu hér á landi:

„Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt; tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta aðeins aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna; annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur lítil áhrif á; þriðji hlutinn er fólk sem er að festa kaupa á íbúð sem og lítil eða meðalstór fyrritæki.“

- Auglýsing -

Hann bendir á að afleiðing af þessu séu meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins:

„Þetta þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta.“

Þorsteinn nefnir að ein leið sé að hækka skatta; önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Segir umræðu vanta um leiðir er megi fara til að ná tökum á þessum vanda:

- Auglýsing -

„Við erum land með háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins. Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjaldmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum okkar; gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -