2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þorsteinn Víglundsson segir innflytjendur styðja við aukin lífsgæði með myndarbrag

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, kvað sér orðs í þinginu nú í morgun og sagði fjölgun innflytjenda hér á landi mikið fagnaðarefni. Hann sagði fólk sem hingað flytur standa undir lífsgæðum samfélagsins af myndarbrag með þeim sem hér eru fæddir.

Þorsteinn setti þessa þróun í samhengi við vaxandi öldrun á Íslandi. Slíkt hefur áhrif á eftirlaunaréttindi og framleiðslu í samfélaginu enda fjölga þeim sem skilað hafa sínu verki og eiga rétt á að njóta síðari ára ævinnar.

Þorsteinn sagði þessa þróun þýða að skerðing lífeyrisréttinda hækkun eftirlaunaaldurs sem viðbrögð við þróuninni sé ekki „óhjákvæmilegur veruleiki“.

Tilefni ummælanna eru nýjar tölur Hagstofunnar sem bitar voru í morgun. Þar kemur fram að Innflytjendur eru rétt tæpur fimmtungur af starfandi einstaklingum á Íslandi. Starfandi innflytjendur á aldrinum 16-74 ára voru að jafnaði 36.844 á fyrsta ársfjórðungi 2019. Hlutfall starfandi innflytjenda fer vaxandi á öllum landshlutum.

„Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 187.859, eða 97,7% allra starfandi. Alls höfðu 154.753 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 80,5% af öllum starfandi. Af innflytjendum voru 33.106 með lögheimili á Íslandi, eða 89,9% en 3.738 höfðu ekki lögheimili á Íslandi, eða 10,1%.,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is