Þórunn og Olgeir eiga von á barni

Deila

- Auglýsing -

Þórunn Erna Clausen, tónlistar- og leikkona, og kærasti hennar, Olgeir Sigurgeirsson, knattspyrnumaður eiga von á barni í byrjun næsta árs.

 

Þórunn á fyrir tvo syni með fyrrverandi maka, tónlistarmanninum Sigurjóni Brink, sem lést árið 2011. Sigurjón átti fyrir tvö börn úr fyrri samböndum. Olgeir á fyrir tvö börn.

Fréttablaðið greindi fyrst frá, en barnið mun því bætast í stóran systkinahóp og án vafa verður mikið fjör á stóru heimili hjá parinu, sem hefur verið saman frá því síðastliðið sumar.

Mannlíf óskar fjölskyldunni til hamingju með barnalánið.

- Advertisement -

Athugasemdir