Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Þórunn slóst við krabbamein og kerfið: „Ég bað hana bara í guðanna bænum að hringja í djákna“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég mun aldrei gleyma þegar einn hjúkrunarfræðingurinn bauðst til að hringja á djákna því það  „væri svo vont að vera svona reiður”. Ég bað hana bara í guðanna bænum að hringja í djákna ef hann gæti lagað sýkinguna,” segir Þórunn Unnarsdóttir, viðskiptalögfræðingur, sem hefur háð illvíga baráttu við alvarlegt krabbamein.

Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis á meðan á meðferð hennar stóð.

„Ég er hörð af mér en fannst mér sífellt vera að lenda á veggjum með þeim afleiðingum að ég beygði af.  Mín upplifun var eins og ég væri með eintómt vesen. Hvað með fólk sem getur ekki staðið með sjálfum sér? Ég get það og gerði það. Ég er ekki að segja að allt sem ég sagði og gerði hafi verið rétt, en taugakerfið var eins og það var.

Það mun verða skrifað um Þórunni í læknaritum framtíðarinnar.

„Þegar að þeir opnuðu mig voru 19 af 20 eitlum með krabbamein sem ekki sást á myndum og var aðgerðin miklu stærri en nokkur átti von á. Í nokkrum af þessum eitlum var ekkert blóðflæði og tjáði læknirinn mér að ekkert þessu líkt hefði nokkurn tíma sést og þá í heiminum öllum. Þar sem það er ekkert blóðflæði getur krabbameinið ekki dreift sér svo það er eins og líkaminn hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að stöðva frekari dreifingu.

Læknirinn sagði að þetta yrði örugglega rannsóknarverkefni í framtíðinni”.

- Auglýsing -

Þórunn segir alla sögu sína í grípandi og einlægu Kvöldviðtali Mannlífs.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -