Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þórunn trúir á lækningamátt kannabis -Bar kannabisolíu á krabbameinsæxli og það minnkaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Þórs Jónsdóttir er ein af stofnendum Hampfélagsins, sem eru samtök til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð, líkt og segir á vefsíðu félagsins.

Þórunn kynntist fyrst kannabis í lækningaskyni fyrir tíu árum síðan, þegar vinur hennar barðist við fjórða stigs krabbamein í hálsi. Æxlið stóð út úr hálsi vinar Þórunnar og bar hún kannabisolíu á það. Segir hún í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu, að æxlið hafa í framhaldi af því dregist saman og fyrir vikið hafi síðustu mánuðirnir í lífi hans orðið honum mun bærilegri.

Fór Tótu í kjölfarið að berast beiðnir frá öðrum krabbameinssjúklingum um aðstoð, hvernig meðhöndla mætti þeirra krabbamein með kannabis.

Framkvæmdastjóra Medical Marjuana Incoperation, dr. Stuart Titus, kynntist Þórunn síðan í gegnum bróður sinn. Sá maður segir hún að sé iðulega kallaður afi CBD í Bandaríkjunum. Urðu þau góðir vinir og hefur hann aðstoðað Þórunni og marga sjúklinga hér á landi með símafundum og einnig hefur hann sent olíur til Íslands.

Þórunn segir rannsóknir sýni að CBD drepi einfaldlega og útrými ákveðnum krabbameinsfrumum. Þá segir hún litið fram hjá rannsóknum og reynslu annarra þjóða á meðhöndlun krabbameins með CBD eða THC. Telur Þórunn Ísland vera um tuttugu árum á eftir mörgum öðrum þjóðum í þessum efnum. Þórunn segir það merkilegt sérstaklega í ljósi þess að skortur sé á krabbameinslyfjum hér á landi. Hún segir þennan skort leiða af sér mikla aukningu í sölu lyfja á Facebook, þar sem fólk selji eða skiptist á lyfjum fram hjá öllu eftirliti.

Þórunn segir mjög mikilvægt að krabbameinssjúkir hugi að réttri fæðu fyrir líkamann. Til dæmis sé nauðsynlegt að hreinsa lifrina svo hún sé tilbúin að takast á við lyfjagjafir. Hún segir það allt of algengt að fólk treysti alfarið á lyfjagjöf og að læknir eða kerfið bjargi sér, en nauðsynlegt sé að passa vel upp á alla þætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -