Töluverður erill var hjá lögreglu höfuðbrogarsvæðisins í gærkvöldi og nótt, en alls voru 104 mál skráð hjá lögreglunni frá klukkan 19 í gærkvöldi til klukkan fimm í nótt.
Þá gista 13 manns fangageymslur eftir nóttina.
Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan hálf sjö í gærkvöldi um að maður gengi um miðborgina vopnaður hnífi.
Það tók lögreglu skamma stund að hafa upp á manninum, sem reyndist vera í annarlegu ástandi, en hafði þá losað sig við hnífinn.
Hann upplýsti lögreglu hvar hnífinn væri að finna og kvaðst ekki hafa ætlað sér að gera neitt með vopnið. Var honum sleppt eftir samtal.
Nokkur útköll bárust vegna líkamsárása og slagsmála, einnig voru tilkynningar um innbrot og umferðaróhöppum. Tvisvar var til að mynda ekið á ljósastaura í Breiðholtinu.
Einnig bárust lögreglu þó nokkrar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum.