Þriðjudagur 24. maí, 2022
7.8 C
Reykjavik

Þriðja hvert skólabarn þarf stuðning

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nærri þriðja hvert grunnskólabarn nýtur sérstaks stuðnings í skólanum vegna sértækra vandamála eða fötlunargreiningar. Þannig nýtur eitt af hverjum þremur börnum einhvers konar stuðnings eða sérkennslu einhvern tímann á skólagöngunni.

Sé horft til grunnskólanemenda í höfuðborginni, sem eru nærri 15 þúsund talsins á heildina, eru um 5 prósent þeirra með fötlunargreiningar. Þar er átt við einhverfu, þroskahömlun, alvarlega hreyfihömlun og skynhamlanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að um 30 prósent grunnskólanemenda njóti sérkennslu eða stuðnings í skóla sem er svipað hlutfall og á landinu öllu.

„Það getur verið erfitt að tilgreina tölur og þær segja ekki til um hvers konar stuðning er að ræða, magn né hve lengi hann er veittur. Hér er um að ræða þann fjölda nemenda sem á hverjum tíma njóta stuðnings, hluti þeirra jafnvel alla skólagönguna meðan aðrir njóta stuðnings í takmarkaðan tima,“ segir Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.

Grunnskólar borgarinnar vinna samkvæmt stefnu um skóla án aðgreiningar þar sem nemendur frá sérstakan stuðning sem hluta af almennu skólastarfi. Sigrún segir þann stuðning skipulagðan á mjög fjölbreyttan hátt. „Á undanförnum árum hefur sérkennsla í sífellt minna mæli beinst að einstaklingstímum með sérkennara fyrir einstaka nemendur yfir í aðlögun á skólastarfi og sérkennslu fyrir nemendahópa. Sérkennsla og stuðningur tekur þannig til margra þátta í skólastarfinu, námslegra, félagslegra og vegna daglegrar umönnunarþarfar. Þegar um fatlaða nemendur er að ræða getur stuðningur þannig falist í aðstoð við athafnir daglegs lífs svo nemandinn fái notið skólagöngu sinnar og geti nýtt sér tækifæri í námi og skólastarfi til jafns við félaga sína,“ segir Sigrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -