Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Þriðja #metoo-byltingin hafin – Andrea breytti öllu þegar hún kom fram undir nafni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrea Aldan Hauksdóttir galopnaði mál Ingós Veðurguðs með því að stíga fyrst kvenna fram opinberlega og undir nafni og tjáði sig um kynferðisáreiti sem hún segist hafa orðið fyrir af Ingó þegar hún var nítján ára. Með því er möguleiki á að Andrea hafi komið af stað þriðju Metoo-bylgjunni þar sem þolendur þora að stíga fram undir nafni.

Önnur metoo-bylgjan hófst er Mannlíf opnaði á mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Og sú þriðja er mögulega hafin eftir að Mannlíf sagði fyrst frá því er Andrea steig fram.

„Það kemur mér líka á óvart hvað er hægt að ganga langt og taka ekki ábyrgð á því hvernig þú hefur hagað þér. Ef það er erfitt að þetta sé nafnlaust þá skal ég koma fram undir nafni. Ég var 19 ára og var að vinna á Oliver þar sem hann tróð upp vikulega. Það var búningastaffapartí og ég var í skólastelpubúning. Ég stend við barinn og finn að það er einhver að taka upp pilsið mitt. Svo aftur. Ég sný mér við og er þá ekki Reðurguðinn mættur að bjóða sér upp undir pilsið mitt.“

Með orðum sínum – sem eru ekkert annað en söguleg – hefur Andrea brotið niður alla varnargarða þöggunar og hræðslu þolenda kynferðisofbeldis og kynferðisáreitis við að koma fram undir nafni og segja frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir og hver gerandinn var.

Það þarf kjark og áræðni til að stíga fram á opinberum vettvangi og ræða kynferðisofbeldi; gjörbreyta umræðunni og hvetja alla þolendur til að koma fram undir nafni og segja frá ofbeldinu. Staðan eftir orð Andreu er gjörbreytt – hún fékk nóg og ákvað að takast á við þöggun samfélagsins og meintra gerenda – og gerenda – sem og meingallað réttarkerfi.

- Auglýsing -

Ekki er ólíklegt að Andrea hafi með orðum sínum startað þriðju #metoo-byltingunni hér á landi, þar sem þolendur munu mögulega stíga óhikað fram og eru tilbúnir að takast á við ástandið í þessum málum hér á Íslandi í dag, með samstöðu og von að vopni.

Andrea, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands, ræðir áfram kynferðisbrot og kynferðisáreiti, og hvetur konur til dáða.

- Auglýsing -

Hún vitnar í Pál Sigurðsson og bók hans Fjölmiðlaréttur og tekur sem dæmi úr bókinni að „varla er hægt að hugsa sér virkt lýðræði nema þar sé jafnframt viðurkennt almennt tjáningarfrelsi, sökum þess að óheft opinber umræða – ásamt frjálsu upplýsingaflæði – er talin ein af forsendum lýðræðislegra stjórnarhátta. Sú þjóðfélagslega gagnrýni, sem þróast í skjóli tjáningarfrelsisins, er til þess fallin að veita valdhöfum á hverjum tíma hæfilegt aðhald við stjórnarstörf.”

Andrea nefnir í framhaldi að „valdhafar í þessu tilviki eru konur að krefjast réttar síns yfir eigin líkama, og að vinna gegn þeirri þöggun sem kerfislægt hefur haldið þeim frá því að leita réttar síns; þú átt líkamann þinn, þú átt röddina þína.“

Og bætir við:

„Hafi verið brotið á þér eru það þín grundvallar mannréttindi að nota röddina til að stuðla að breytingum á kerfinu sem metur ekki konur – líkama þeirra – vinnuframlag; tíma og orku, sem annað en hluti og þjóna í valdastrúktúr kynjakerfisins – sem er feðraveldið.“

Andrea endar á þessum hvatningarorðum:

„Breytingar taka auðvitað á. Ekki láta það stoppa þig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -