Mánudagur 26. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Þriggja daga sorg í bandaríska sendiráðinu – Sendiherrann sem elskar Trump flaggar í hálfa stöng

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ægir Freyr nokkur greinir frá því innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar að það hafi verið flaggað í hálfa stöng hjá bandaríska sendiráðinu síðustu daga eða frá og með þriðjudegi.

Það ætti ekki að koma neinum sem hefur komið til Bandaríkjanna á óvart að fjöldi vefsíða segja til um hvort flagga eigi í hálfa stöng. Vefsíðan Stars and Stripes Daily er til að mynda hörð á því að í dag sé ekki flaggaði í hálfa stöng, hvað þá síðustu þrjá daga.

Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi er hinn furðulegi húðlæknir Jeffrey Ross Gunter sem fékk það starf eftir að hafa styrkt Donald Trump, fráfarandi forseta, um milljónir króna. Hann hefur raunar veitt ýmsum þing- og forsetaframboðum Repúblikanaflokksins háa styrki.

En hvað gerðist á þriðjudaginn eða mánudaginn sem gefur tilefni til að flagga í hálfa stöng? Tvennt kemur helst til greina. Þessir dagar hafa verið erfiðir fyrir Trump sem var rekinn af Twitter og með hverjum degi verður líklegra að Bandaríkjaþing ákæri hann.

Þó er líklegra að Gunter sé að syrgja einn alræmdasta mann í bandarískum stjórnmálum. Sheldon Adelson, spilavítaeigandi og gallharður zíonisti, lést þá og minnist Gunter hans á Twitter. Adelson var helsti stuðningsmaður bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Adelson hafði gífurleg áhrif á Repúblikaflokkinn í krafti slíkra styrkja og því telur Gunter mögulega ástæðu fyrir þriggja daga sorg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -